Flokkurinn er ekki fólkið

Það verður alltaf eitthvað til að kæta mann og gleðja.

Nú síðast hef ég verið að skemmta mér við að heyra alvöruþrungna Sjálfstæðismenn segja að Flokkurinn hafi staðið sig rosalega vel í hruninu og aðdraganda þess, hins vegar hafi flokksmennirnir brugðist!

Ha?! Er ekki  Flokkurinn fólkið? Eða fólkið Flokkurinn? Eða er Flokkurinn eitt og flokksmennirnir eitthvað allt annað? Bling-bling-bling...

Það má þá reikna með að Flokkurinn haldi sínu striki og geri sínar samþykktir og áætlanir áfram eins og ekkert hafi í skorist. 

Í framhaldinu hlýtur að vera hægt að að finna nýja flokksmenn sem eru til í að taka mark á stefnunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ómar

Þetta hefur mig lengi grunað - stefnan skær og brúkleg - en eintómir amatörar sem flokkurinn sendir fram til að fylgja stefnunni eftir í þjóðmálunum.

Hannes Hólmsteinn skrifaði um daginn að kapitalisminn sé ekki það sama og kapitalistar.

Brennivínið er gott en rónarnir afleitir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.3.2009 kl. 13:41

2 identicon

Manni hefur reyndar stundum fundist það vera svoleiðis að flokkar séu eitt og flokksmennirnir allt annað þegar forystumenn ganga þvert á stefnu flokksins.  Höfum við ekki orðið vitni að því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hjá flestum flokkum?  Við megum ekki gleyma því að stærsti ókostur stjórnmálamanna er að þeir eru prinsipplausir í eðli sínu enda hafa mörg af helstu baráttumálum "flokkanna" verið lögð til hliðar fyrir valdastóla.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sem sagt sama frjálshyggjustefna eftir kosningar. Framsókn er örugglega til í tuskið.

Finnur Bárðarson, 2.3.2009 kl. 18:29

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Niðurstaða þessarar skýrslu vekur manni hroll. Getur mönnum verið alvara þega þeir segja að stefna sjálfstæðisflokksins sé í lagi ?

Þessi stefna er búin að koma landinu í þrot og við horfum fram á erfiða tíma. Hvernig er hægt að segja að þessi stefna sé í lagi, fólkið sem framfylgdi stefnunni hafi bara brugðist.

Ég heyri og sé að fleiri en ég fá óbragð í munninn við svona útskýringar. Það bendir því miður fátt til að breytinga sé von úr þessari áttinni.

Það þarf sterkan karakter til að viðurkenna mistök en svoleiðis menn eru líklegri til að læra en þeir sem aldrei sjá neitt athugavert við gerðir sínar.

X - D.......einhver ?

Hjalti Tómasson, 2.3.2009 kl. 20:06

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eitthvað hefur nú farið úrskeiðis með athyglisgáfuna hjá þér Ómar, því enginn hefur haldið því fram að "Flokkurinn hafi staðið sig rosalega vel í hruninu". Það er óþarfi að grauta saman forminu og efninu, ekki satt? Annars er áhugavert hvað andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru áhugasamir, allir með tölu að fjölmiðlunum meðtöldum, þegar flokksmenn hugsa upphátt. Meðan svo er þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hafa áhyggjur.

Gústaf Níelsson, 3.3.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stundum er það svo að ráðleggingar sem líta nokkuð vel út á blaði, ganga ekki upp í raunveruleikanum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er kannski þannig plagg og er þar af leiðandi ekki góð til daglegs brúks. Þá er bara eitt að gera í stöðunni og það er að fara ekki eftir henni, svo einfalt er það.

Ekki skal áfellast Ómar þó hann hafi eitthvað ruglast á þessu enda er það bara endemis rugl að halda því fram að stefna Íhaldsins sé nothæf. Okkur dugar eitt hrun takk kærlega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.3.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband