Til skammar

Ég hef verið að hlusta á á Davíð Oddsson flytja ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi ræða hefði betur aldrei verið flutt. Það er leitt að heyra og sjá fyrrverandi landsföður, örvinglaðan af sárindum og svekkelsi, kenna öllum öðrum um allt sem miður hefur farið - og ráðast að nafngreindu fólki með skítkasti. Þetta var til háborinnar skammar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er dapurlegt hvað maðurinn nær langt niður í ömurlegheitum

hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta var glæsileg frammistaða hjá manninum, en maður bjóst svosem ekki við öðru en svona bulli frá þér.

Sigurður Sigurðsson, 28.3.2009 kl. 16:52

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sínum augum lítur hver silfrið. Við SISI erum á sama máli: karlinn var flottur! Um þetta þýðir ekkert að ræða - flokkstryggðin blindar okkur og því læt ég þetta gott heita!

Flosi Kristjánsson, 28.3.2009 kl. 17:07

4 identicon

Já það var nefnilega það, Davíð opnaði munninn og sagði tvö orð, gerði svo hlé á máli sínu þá klappaði allur salurinn eins og salurinn væri fullur af litlum hlýðnum skólastrákum. Davíð líkti sér á mjög ósmekklegan hátt við ekki minni mann en sjálfan Jesús Krist. Svo gerði hann grín af kvennréttindabaráttu með því að gefa skít í það að nektardans væri bannaður. Landsfundargestir tóku undir og klöppuðu mansali lof í lófa. Svo tók Davíð sig til og gerði grín af alshæmer. Hann talaði einnig mikið um stjórnarskránna en gleymdi auðvitað að minnast á það að hann hefði marg brotið það plagg sjálfur. Hann líkti fólkinu sem mótmælti þessu ástndi sem hér hefur ríkt við arfa, takk fyrir það Davíð. ósmekklegt var einnig að hlusta á manninn gera grín af útliti Jóhönnu (,,hún lítur reyndar út ein og álfur út úr hól”) Sigurðar og því að hún væri samkynhneigð. Svo sagði hann að það væru mörg ár síðan hann hafi farið að hafa áhyggjur af bönkunum, bíddu, út af hverju gerði hann þá ekkert, út af hverju sagði hann þá ekkert, út af hverju í andskotanum gerði valdamesti maður íslands ekki rassgat til að koma í veg fyrir þetta, nei hann montaði sig frekar fyrir hverjar kosningar á því hvað kæmi mikið í ríkissjóð frá bönkunum. Það sem stendur eftir þessa ræðu er það eitt að maðurinn er svo firrtur að hann heldur því blákalt fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé bara algjörlega saklaus, hafi í raun bara ekki komið nálægt þessu. Já mikið getum við íslendingar þakkað fyrir að hafa átt mann eins og Davíð Oddsson, svo þarf enginn að segja mér það að ef ráðherranefndin sem öllu réði um sölu bankanna hefði viljað selja bankana í dreifðri eingaraðild þá hefði það ekki verið neitt mál, svo það er ansi ódýrt að klína því á Samfylkinguna að bankarnir hafi verið seldir vinum Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins. Það er sem sagt bara áframhaldandi eintómur HROKI úr þessari áttinni! Einnig var aumkunarvert að hlusta á meðbærður fíflsins hlægja og klappa með öllu ruglinu.

Valsól (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:18

5 identicon

Það verður spennandi að sjá hvernig forysta xd bregst við þessari ræðu - þau hljóta að sjá ótrúlega mikið eftir  að hafa leyft honum að flytja þessa ræðu .. þar sem hann réðist með ótrúlegum hætti að eigin flokki, en ekkert var honum að kenna ... það sem var samt einna broslegast var þegar hann var að benda á að hann hefði viljað á sínum tíma "dreyft eignarhald" á bönkunum en tvær manneskjur í samfylkingunni sem voru á móti því hafi greinilega haft öll völd, þó xs hafi verið í stjórnarandstæðu en hann í stjórn og það forsætisráðherra - Takk Davíð nú verður örugglega ekki talað um annað en þig næstu daga og það hjálpar bara til þess að hér verði vinstri stjórn eftir kosningar :o)

Ármann Hákon Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Páll Jónsson

Valsól: Would you like some cheese with your whine?

Páll Jónsson, 28.3.2009 kl. 17:34

7 identicon

Valsól.  Þú kannt svei mér að copy peista :)

valsól (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:42

8 Smámynd: ThoR-E

Já.. allt er öðrum að kenna... en ekkert er seðlabankastjóranum fyrrverandi að kenna. Þótt hann hafi verið í aðstöðu til að stöðva þessa bankaútrás sem endaði með hræðilegum afleiðingum fyrir alla þjóðina ... en nei ekkert er Davíð að kenna.

Held að maðurinn ætti að hafa vit á því að þegja.. allavega næstu árin.

ThoR-E, 28.3.2009 kl. 17:59

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Góð og vel skrifuð athugasemd hjá Valsól - takk!

Helgi Jóhann Hauksson, 28.3.2009 kl. 18:08

10 identicon

nr. 8, Það er í lagi á meðan ég copy paste frá mér sjálfum.

Valsól (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:54

11 identicon

Bullandi meðvirk samkunda. Þeim er vorkun, löngu flækt í neti Aðalhjáguðsins í Flokknum.

Þórunn (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 18:56

12 identicon

Já, en auðvitað mest honum sjálfum til skammar...

...nema hvað klappliðið sér ekki enn hve keisarinn fyrrverandi er kviknakinn og því er þetta Flokknum til skammar líka.

Flokkurinn er greinilega ekki enn búinn að jafna sig, þarf  líklega nokkur ár í stjórnarandstöðu til að sleikja sárinn. Það hefði verið þroskamerki fyrir Flokkinn, ef ræðan hefði verið púuð, eða í það minnsta þögguð í hel.

PS: Vilhjálmur Egilsson: hvað ertu að gera í þessum flokki? - og fá á þig svona skít og skammir... Er ekki brýnasta hagsmunamál okkar að koma Íslandi í Evrópusambandið? - það gerist ekki á vakt sjálfstæðismanna, svo mikið er víst (líklega mestu mistök Samfó í síðustu ríkisstjórn að þvinga þá ekki til þess þá...)

Evreka (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 19:31

13 Smámynd: Halla Rut

Þetta var nú ein skemmtilegasta ræða sem ég heyrt. Látið ekki svona.

Við skulum hafa í huga að hann ræðst einnig að sínu eigin fólki er honum finnst framferði þeirra ekki í lagi. Mundu menn annarra flokka gera það ef þeim líkaði ekki verklagið. Nei, ég held ekki. Þetta sýnir bara styrk hans og sjálfstæði.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 19:37

14 identicon

Þið kommúnistarnir og kratarnir öfundið bara Sjálfstæðisflokkinn að eiga svona góðan leiðtoga og þið vitið vel að skítaflokkar eins og VG og Samfylkingin hafa aldrei og munu aldrei eiga "extraordinary" leiðtoga! Ég ráðlegg þeim sem ekki eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins að hætta að nöldra, þið vitið vel að hann er snillingur.

Kapítalisti (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:14

15 identicon

Ég er líka hjartanlega sammala Höllu Rut,

Kapítalisti (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:15

16 identicon

Þetta er í hnotskurn Sjálfstæðisflokkurinn. Málefnin skipta engu máli, aðalatriðið er foringinn. Þetta sýnir í hvers lags ástandi flokkurinn er.

Lýðurinn klappaði fyrir foringjanum. Manninum sem ber mesta ábyrgð á söguþræðinum. Sjálfstæðisflokkurinn klappaði fyrir þeim sem leiddi okkur fram af bjargbrúninni. Verði ykkur að góðu.

ET (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:33

17 identicon

Maðurinn sýndi fádæma dirfsku og sagði bara sannleikann,,,,,, sem

samfylkingarruslinu er meinilla við að heyra enda með ALLT niðrum sig.

Sannleikanum verður svo hver sárreiðastur, sem sýnir sig í hrópum og bulli frá fávitum eins og Valsól og fl.

Óli (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:37

18 identicon

Frábær ræða hjá Davíð, og í tíma töluð, ég trúi ekki upp á ykkur kratana að það hafi ekki komið við þjóðarstoltið ykkkar að sjá Stoltenberg ráfa um seðlabankann eins og hann ætti hann.

Baldur Þ Jónasson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:56

19 identicon

Baldur.  Þér fannst líklega í lagi þegar Bush klappaði Dabba á lærið í Beinni á CNN og sagði " He´s a good friend and "samstarfsmaður" ( ekki viss á enska orðinu).  Ég er ekki krati en þá skammaðist ég mín.  Mér finnst minna mál hvort Stoltenberg ráfaði um gjaldþrota seðlabankann.  Þessi maður er slys og mér finnst miður að 25% af þjóðinni skuli enn klappa þegar hann opnar á sér munninn.

Brynjar

Brynjar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:18

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Látum það vera að hann ausi úr skálum reiði/heiftar sinnar.

Það sendir hins vegar hroll niður eftir bakinu á mér að heyra fagnaðarlætin og lófaklappið.

Er Sjálfstæðisflokkurinn heillum horfinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 21:28

21 identicon

Brynjar. Já mér fanst það nú allt í lagi þó að Bush hefði áhuga á lærinu hans Davíðs, þó að við myndum nú ekki hafa áhuga að þreifa á því, en ég beið eftir því í ræðu hans að hann mundi bjóða sig til formans, því að ég er nokkuð viss um að meiri en 25 % þjóðarinnar mundi kjósa flokkin ef ætti að miða við síðustu tölur skoðunnarkönnunum.

Baldur (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:42

22 identicon

 

Persónuleikaröskun, veruleikafirring, afneytun, hroki og sjálfsdýrkun.

"Allir aðrir en ekki ég" Er rauði þráðurinn.

Ömulegt að horfa uppá þennann mann enda sem biturt gamalmenni með brenglað veruleikaskyn.Ömurlegt að sjá alla klappa og kynda undir mugæsinguna. Er Davið virkilega að tala fyrir hinn almenna félagsmann. Ekki mig takk fyrir.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:50

23 identicon

Valsól kemst vel að orði um þessa ræðu Dabba og mér er fyrirmunað að skilja að þessi vesalings maður skuli ekki fá þá sálfræðiaðstoð sem hann greinilega þarfnast.

Laugi (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:19

24 identicon

Það var ekki nema von að sjallanir hafi glaðst, þegar Messías sjálfur sagðist vera mættur. Staða þeirra í dag byggist á því að það gerist kraftaverk, ef ekki illa á að fara. Ég held að uppákoma Davíðs leiði til þess að þeir lendi í 4. sæti.

ET (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:26

25 Smámynd: Sævar Helgason

Hver hefði trúað því þegar DO var á hátindi ferils síns fyrir 8- 10 árum síðan- að ferillinn  endaði með  svona lákúrulegum hætti ?  Ég hef samúð með honum... Og auðvitað rata þessi endalok á ferlinum í sögubækur... en hans var valið.

Sævar Helgason, 28.3.2009 kl. 22:30

26 identicon

Þegar Solla sveik hann Geir
sárnaði æðri mætti
og við Kristur urðum tveir
áþekk píslarvætti


Reinhold (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:13

27 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér fannst ræðan ágæt þó hann hefði e.t.v. mátt vera vægari í gagnrýni sinni.

Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 23:32

28 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hilmar þú sem sagt ert líka á því að þetta hafi allt verið Sighvati Björgvinssyni og Ástu Ragnheið að kenna af því að þau efuðust um að hægt væri að takmarka eignarhluta í bönkum við 8 til 10%? Og eins því að Staumur hafi bara fallið af því að Davíð hætti sem seðlabankastjóri? Og hið mein gallaða fjölmiðlafrumvarp hefði bjargað bönkunum? Og að Vilhjálmur Egilsson hafi ritstýrt plaggi sem allar ályktanir Sjálfstæðisflokksins verða nú byggðar á en Davíð telur handónýtar. Er þá ekki allt sem XD segir nú í kosningabaráttunni vonlaust og þeir geti bara hætt? Hefði hann ekki átt að skýra af hverju hann talaði við yfirmann Bankamála þegar hann var að vara við hruninu? Það upplifðu engir reyndar að hann væri að vara við neinu sem funduðu með honum.

Fannst þetta aumar skýringar manns sem ekki var á nokkurn hátt hæfur til að taka hér allt fjármálakerfi sem forsætisráðherra og móta það að hugmyndum frá Hannesi Hólmsteini. Og draumur Hannesar og hans um að við yrðum afland og fjármálaparadís var það sem kom okkur í þessi vandmál. Það mátti ekki setja hér neinar reglur sem hamlað gætu því að þessi fyrirtæki bólgnuðu út. Allar reglur slæmar nema þær sem bitnuðu bara á Baugi. Og markaðurinn átti sjálfur að sjá um að stilla sig af.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2009 kl. 00:18

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Satt er það.

Til háborinnar skammar.

Og þetta er valdamesti maður landsins undanfarin 15 ár eða svo.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.3.2009 kl. 00:29

30 Smámynd: Páll Jónsson

Ég veit ekki um ykkur en mín ætt hló öll með tölu, vinstri og hægri menn saman. Davíð er einfaldlega snillingur þegar kemur að ræðum og ekkert um það að segja.

Páll Jónsson, 29.3.2009 kl. 00:33

31 identicon

Ég hugsa að ég hefði hringt á sjúkrabíl ef ég hefði verið stödd þarna. Maðurinn er greinilega fársjúkur. Það má draga upp langan lista af persónuleikaröskunum og öðrum meinsemdum sálarinnar sem ná utan um hegðun Davíðs síðustu ár, og kannski alla tíð.

Hann er bully sem kann enga mannasiði. Leitt að amma hans hafi ekki náð að kenna honum þá. Annars hlýtur hann að hafa sett persónulegt með í hlutfalli skítabomba og eiturörva vs orða í einni ræðu. Örugglega hæstánægður með það og telur sig hafa sigrað eina ferðina enn í blindi sinni og mannfyrirlitningu.

Landa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:41

32 identicon

Ein besta og skemmtilegasta ræða sem ég hef á ævinni heyrt. Þvílíkur snillingur sem þessi maður er. Hann réðst á þá sem áttu það skilið samflokksmenn og andstæðinga. Maðurinn er auðvita konungur pólitíkusa á Íslandi og sannaði það aftur í dag að hann hefur engu gleymt, þrátt fyrir Alzeimsers kenningar andstæðinga hans sem eru auðvitað sorglegt klór. Maðurinn á heiður skilið og enn einu sinni stelur hann senunni. Það segir allt sem segja þarf... hérna eru strax komnar næstum 40 athugasemdir til að mynda. Snillingur.

Frelsisson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:15

33 identicon

Á netinu má finna rúmlega 5 milljónir síðna sem fjalla á einn eða annan hátt um Adolf nokkurn Hitler. Sá hlýtur aldeilis að vera snillingur skv kenningu Frelsissonar hér á undan.

Landa (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:53

34 identicon

þettað var frábær ræða hrein snild

gunni (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:01

35 identicon

Jú, ekki vantaði að hún væri hlægileg. - En heldur ekki síður að flytjandinn var sorglegt skar svo vart hefur það sést verra.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:24

36 identicon

Reyndar koma upp 14.400 síður sem fjalla um núverndi seðlabankastjóra við leit á Google og aðeins hluti þeirra er um seðlabankastöðu hans þó þær nýjustu séu auðvitað um það og íslenskar koam fremst. - Svo frelsarinn hikar ekkert við að skreyta og skrökva þegar hann bullar og bully-ast í einelti sem hann stýrir og persónulegum árásum.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:30

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

.. .  

Davíð Oddsson að halda ræðu á landsfundi ....  

 

Er reyndar með brenglaða sjálfsmynd ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.3.2009 kl. 08:46

38 identicon

Sæl öll. Verið ekki svona sár, var þetta sem hann sagði ekki satt og rétt, sérstaklega um fyrverandi viðskiftaráðherra sem flúði sökkvandi skip og heldur að hann hafi fengið syndaaflausn, farið yfir ræður og feril Ingibjargar Sólrúnar.

Þorleifur Helgi Óskarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 09:47

39 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ræðan var flutt utan dagskrár, ekki var ráð fyrir henni gert. Mér finnst það sýna undirlægjuhátt þeirra sem réðu því að taka ræðuna á dagskrá og ''heldri manna'' sleikjuhátt að breyta út af dagskránni vegna eins manns.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 12:34

40 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála Frelsisson.Davíð er snillingur og mjög skemmtilegur (hver sem skoðun hans er) Hvaða sjálfsstæðimaður hefði þorað að hundskamma 80.félaga sína.??Enginn nema Davíð Oddson enda voru þeir sem í salnum sammála honum.Davíð hreinlega sprengdi þá í loft upp,HA HA HA með hlátri.HA HA HA HA þetta er maður með húmor í lagi.HA HA HA Hann er snillingur.En Vilhjálmur sprakk ekki,hann grét greyið,en svona er lífið,ekki hægt að gera öllum til hæfis.Davíð bjargaði þessari helgi hjá mér,með skemmtilegum húmor og bráð fyndin var hans ræða.HA HA HA. 

Jóhannes Guðnason, 29.3.2009 kl. 15:40

41 identicon

'Eg er þakklát fyrir að hafa átt þess kost að hlusta á ræðu D.O. fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra og getað þess vegna myndað mér eigin skoðun á henni, ræðumanninum og viðbrögðum áheyrenda. Vonandi gefa fjölmiðlarnir okkur sem flest tækifæri til að kynnast persónulegu eðli og málaflutningi fleiri stjórnmálamanna en þeirra sem vonandi heyra fortíðinni til.

Agla (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:50

42 identicon

Nei, ég hata ekki Dodd.......eða hvað hann nú heitir aftur þessi sem segir og hefur alltaf sagt aulabrandara á annarra kostnað.  Ég vorkenni honum og er nú svo komið að ég fyllist kjánahrolli þegar hann opnar munninn og get ekki horft á hann um leið, SVO rosalega kenni ég í brjósti um þennan mann sem skilur ekki hvenær skal hætta.

Það er nefnilega það.  Hefur ekki verið sagt að aulabrandara-gæinn hann Doddi......eða hvað hann nú heitir aftur sé eitthvað sé svo gasalega menningarlega sinnaður og mikið skáld og rithöfundur auk annarra kosta.  Ég hef nú altaf haldið að slíkir (ritöfundar t.d) séu vel læsir og lesi annarra skrif.  Fyrir mér virðist sem Dodd..........eða hvað hann nú heitir aftur, sé ekki læs, svona þegar maður heyrir hann líkja sér við sjálfan Krist á krossinum og að þeir sem voru honum við hlið hafi verði krossfestir með honum.  Annað hvort er hann ekki læs, eða hefur lesið ritið sem segir frá Kristi á krossinum aftur á bak eða á hvolfi, því í því riti segir frá að Krstur haf verið krossfestur saklaus og þeir sem voru honum við hlið voru ræningjar og afbrotamenn.  Já svona geta menn ruglast algjörlega.

Jónína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband