Falskir Idol-söngvarar

Fyrir tilviljun sá ég bróðurpartinn af 'Idol' þætti á Stöð 2 í kvöld.

Lágkúran verður varla meiri. Það var í mesta lagi einn þátttakenda sem hélt lagi sæmilega óbrotið. Það hljóta að vera til fleiri ungmenni sem komast í gegnum heilt lag skammlaust!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þessi sem datt út var hræðilegur .. og hann var það síðast líka ... hann átti að detta út þá.

Ég missti af þættinum núna.. en síðast var flutningur nr. 1 og nr. 6 flottur.. hitt hefði mátt vera betra... 

ThoR-E, 3.4.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er kannski spurningum smekk, en dómararnir sögðu meira að segja sumum keppendum að það væri í lagi að halda ekki lagi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Láttu ekki svona Ómar. Nú er kreppan og hrunið farið að ná tökum á þér. Get a grip of yourself! Heyrðirðu ekki í Hröfnu. Svo var Árni Þór flottur líka. Sko, ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að aldurinn sé farinn að þvælast fyrir þér he he ;) Þetta er flottir krakkar sem eru eftir að mínu mati en sá sem datt út í kvöld átti ekki erindi í keppnina.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mér finnst ekki sanngjarnt að segja að þeir hafi allir verið falskir, það má ekki bera þá saman við amerian idol, það er einfaldlega ekki rétt, þetta voru í heildina vara nokkuð góðir krakkar að syngja í kvold.

Guðmundur Júlíusson, 4.4.2009 kl. 02:04

5 identicon

Já, Ómar. Ég er hjartanlega sammála. Ég hef þá skoðun að nú sé búið að fleyta rjómann af söngvurum Íslands í nokkur ár. Það ætti að gera hlé á þessari keppni í nokkur ár til að stofninn nái sér aftur.

Valdimar (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:04

6 Smámynd: ThoR-E

Það er ekki hægt að setja þetta í samhengi við American Idol. Í U.S.A hafa þeir úr tugþúsundum ef ekki hundruðþúsundum söngvara að velja.

Við erum bara 320.000 hér á skerinu og nú þegar er búið að sýna 5 eða 6 svona þætti... m/bandinu hans bubba ofl.

Sönghæfileikarnir versna (þótt vissulega séu flottir söngvarar inná milli, sérstaklega söngkonur) með hverri þáttaröðinni ... það er bara eins og við séum búin að fara í gegnum hópinn.. okkar bestu söngvarar eru búnir að koma fram... hefði verið spurning með að gefa IDOLINU Íslenska 5 ára pásu í viðbót .. leyfa ungum söngvurum að koma fram og ná aldri.

ThoR-E, 4.4.2009 kl. 12:15

7 Smámynd: corvus corax

Idolið er einhver skelfilegasta misþyrming á íslenskri sönglist fyrr og síðar og er þó Gúdman Syngman úr Brekkukotsannál talinn með ...eða hvað sem hann hét nú aftur.

corvus corax, 4.4.2009 kl. 16:11

8 identicon

Hörmungin ein..... við hljótum að eiga betri söngvara en þetta!!! Auðvitað miðar maður síðan Ameríska Idolið við Islenska Idolið, þetta gengur nú út á það sama..........annars ætti þátturinn að heita  "GVENDUR Á EYRINNI" mér finnst það passa betur.....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: ThoR-E

Það er nú samt varla hægt að gera sömu kröfur ...

gvendur á eyrinni? ágætis nafn á sjónvarpsþætti..  ;)

ThoR-E, 4.4.2009 kl. 18:12

10 identicon

Sammála Ómar, það læðist um mann kjánahrollurinn yfir þessum tilraunum svo ekki sé nú minnst á vesalings dómarana sem völdu þetta fólk til keppni.

Aðalbjörg J. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 19:24

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Í IDOL er ekki verið að keppa um að vera bestur heldur vinsælastur.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.4.2009 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband