RÚV eitt um kosningahituna

Það er heldur leiðinlegt að heyra að Stöð 2 hafi ekki efni á að vera með sitt hefðbundna kosningasjónvarp og að RÚV verði eitt um hituna. Þótt eitt kosningasjónvarp sé í sjálfu sér nóg, þá er verra fyrir okkur sem heima sitjum að missa valkostinn og fjölbreytnina. Og það er heldur ekki gott fyrir RÚV að missa samkeppnina - hættan er alltaf sú að þá dragi úr kraftinum.

Enda sagði mér innanbúðarmaður þar í vikunni að hann myndi vel þá tíð þegar Sjónvarpið var eitt á markaði - og að þá tíma vildi hann ekki upplifa aftur.

Það er sosum góður kraftur í RÚV þessa dagana og fréttir þeirra og fréttatengt efni almennt til sóma. Ég er sérstaklega hrifinn af Speglinum þar sem maður hefur oft aðgang að ítarlegri fréttum og fréttaskýringum en hinn hefðbundni fréttatími leyfir.

Og til að gæta allrar sanngirni, þá finnst mér fréttastofa Stöðvar 2 hafa staðið sig ágætlega að undanförnu enda er þar ágætlega mannað. Það er ekki að sjá annað en að valið á nýja fréttastjóranum hafi tekist prýðilega. Og til allrar hamingju fyrir þá stassjón var fallið frá því að kasta Heimi Má á dyr, eins og til stóð í haust.

Ísland í dag er hinsvegar miklu brokkgengara prógramm - og stundum óbærilega gelgjulegt, eins og til dæmis glansmyndin af útrásarvíkingnum í síðustu viku. Ææææ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta kosningabrölt í RUV er kannski ástæðan fyrir því að þeir eiga ekki peninga til að sýna Söngvakeppni Framhaldsskólana eða halda Spurningakeppni Fjölmiðlana.

Nei, mætti ég þá biðja um eitthvað annað en "loforða-lygi" í væntanlegum stjórnmálamönnum.... úfff, búinn að fá nóg af því.

Dexter Morgan, 4.4.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fjölmiðlar gegna afar mikilvægu hlutverki nú þegar svo mikið er undir í málsenum þjóðarinnar. Ég held hreinlega að það verði að fórna ýmsu svo hægt sé að koma kosningabráttunni til kjósendanna. Við stöndum nú á krossgötum sem skipta sköpum um framtíð okkar og lífskjör.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er hvorki spurning um valkosti eða fjölbreytni. Hverju breytir það hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með eitt eða tvö kosningasjónvörp?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.4.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta þykja mér leið tíðindi en ég hef yfirleitt fylgst með baráttunni á báðum stöðvum í gegnum árin. Kannski ég skelli mér bara á kosningavöku nú seinna í mánuðinum? Það þyrfti ég að prófa.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband