Hvaða bjánagangur er þetta?

Ég er einn örfárra Íslendinga sem ekki eru á Facebook. Sé ekki alveg til hvers ég ætti að vera það. En stundum frétti ég af einhverju sem þar er að finna. Nú síðast hjá einhverjum sem kallar sig 'Ingaló Líóní' sem er að boða til mótmælaaðgerða gegn Rauða krossinum í fyrramálið (þriðjudagsmorgun) vegna þess að Rauði krossinn sé að svíkja flóttamenn og sé væntanlega þar af leiðandi á mála hjá alþjóðasamsæri zíonista, bankamanna, álfursta og þesskonar pakks.

'Ingaló Líóní' sendi tilkynningu um þetta til 'stuðningshóps aðgerðarsinna' sem ég þekki ekki deili á.

Þar sem mér er málið skylt (er félagi í RKÍ og fyrrum starfsmaður Rauða kross hreyfingarinnar) get ég ekki á mér setið: Hvaða andskotans bjánagangur er þetta eiginlega?!

Fylgjast þau ekkert með, 'Ingaló Líóní' og 'stuðningshópur aðgerðarsinna'? Eru þau ekki læs?

Það myndi ekki kosta þau mikla fyrirhöfn að komast að þeirri niðurstöðu að það er einmitt Rauði kross Íslands sem annast móttöku flóttamanna og hælisleitenda sem hingað koma og aðstoðar í gegnum allt ferlið. Þetta hefur félagið gert með miklum sóma um árabil.

Stuðningshópi aðgerðarsinna og 'Inguló Líóní' væri nær að fara í bakarí í fyrramálið og færa starfsfólki Rauða krossins vínarbrauð í þakkar- og virðingarskyni heldur en að gera sig að kjánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar bara að benda fólki á það að í tilkynningu þessara mótmæla sýnist mér ekki á nokkurn hátt að verið sé að mótmæla Rauða Krossinum sem samtökunum. Mér virðist að þessi aðgerð sé frekar gerð til þess að ýta á hann að láta af þessu aðgerðarleysi í garð hælisleitanda.
Að fólki finnist "hlutleysi" samtakanna sem þeir framfylgja ma. í ófriði ekki eiga við í þessu máli.
Ég efa að ef þeir einstaklingar sem stóðu að þessari aðgerð hefðu enga trúa á eða væru á móti Rauða Krossinum myndu eyða tíma sínum í hana. Þvert á móti virðist mér frekar að þau hafi mikla trú á áhrifamætti Rauða krossins ef hann myndi beita sér í þessu máli.
Ef að Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp væri ekki að sinna sínu hlutverki, af hverju mætti ekki benda henni á það?? Þó svo að samtök/stofnanir þjóni góðu hlutverki þá er ekkert að því að við bendum þeim á einhvern hátt á það ef okkur finnst þær bera af leið.

 Tveir hælisleitendur er nú í hungurverkfalli og eru ekki undir neinu lækniseftirliti.
Forstjóri Útlendingastofnunar hefur viðrað þá skoðun sína að honum komi ekki við hvað þeir láti ofan í sig!!
Hvert er hægt að leita ef stjórnvöld og Útlendingastofnun virðist engan áhuga hafa á því??
Rauði Krossinn verður að beita sér að minnsta kosti hvað það varðar.

-mig langar líka að taka það fram að ég stend á engan hátt að þessari aðgerð og er bara að tala fyrir sjálfa mig!!

Atrix (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: corvus corax

Það er deginum ljósara að forstjóra útlendingastofnunar kemur nákvæmlega ekkert við hvað fólk lætur ofan í sig, nema ef til vill hans nánustu ættingjar. Hungurverkfall er ákvörðun hvers og eins sem þannig vill fara að en ekki á ábyrgð einhvers annars, einstaklings, embættis, stofnunar. Ég get ekki farið í hungurverkfall til að fá niðurfelldar skuldir mínar og ef það er ekki gert og ég drepst úr hungri, þá sé það einhverjum öðrum að kenna af því að hann vildi ekki fella niður skuldirnar eða þrýsta á aðra til að skuldirnar falli niður. Það að fara í hungurverkfall er aðferð til að vekja athygli á einhverju en ef menn ganga of langt og drepa sig á því, heitir það einfaldlega sjálfsmorð og er eingöngu á ábyrgð þess sem það gerir ...ekki annarra. Rauði krossinn eru hjálparsamtök sem ekki er hægt að þvinga til aðgerða með hótunum um ofbeldi eða eins og í þessu tilfelli, að éta ekki. Rauði krossinn starfar fyrir fjöldann en er ekki verkfæri sem hver einstaklingur getur beitt í sína þágu að geðþótta. Mótmælendur, hafið rænu á að skilja tilgang og verk RK áður en þið farið að gera samtökin að blóraböggli.

corvus corax, 7.4.2009 kl. 15:36

3 identicon

Það sem ég var að reyna að koma á framfæri að mér virðist einmitt ekki að verið sé að reyna að gera Rauða krosinn að blóraböggli í þessu máli - heldur sé þetta ákall á HJÁLP!!!

Atrix (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 16:10

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Eru aðgerðarsinnar að missa þvag eða gjörsamlega að missa það andlega? Hvað er í gangi að ætla sér að ráðast gegn mannúðarsamtökum? Rauði krossinn er ekki stjórnmálasamtök heldur hjálparsamtök og gera það vel. Eitt er að mótmæla Útlendingastofunun en að fara á heimili fólks er allt, allt of langt gengið. Er ekki að skilja málflutning þinn Axtrix þótt ég fíli nafnið í botn.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.4.2009 kl. 16:20

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ef þetta var ákall á hjálp, þá er það gott og gilt. En það var ekki að skilja á nótunni sem send var út. Reyndar var ég í sjónfæri við RK húsið í morgun og sá engan mannsöfnuð.

Ómar Valdimarsson, 7.4.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rauði Krossinn kemur á engan hátt nálægt því að brjóta á réttindum þessa fólks og hefur staðið sig með eindæmum vel í að hjálpa öllum þeim sem eiga bágt hvers þjóðernis, litar eða trúar þeir eru. Vona ég nú að enginn sé svo vitlaus og illgjarn að ætla sér að mótmæla Rauða Krossinum með þessari "Ingaló".

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband