Nóg komið af fýluþrasi
8.4.2009 | 20:30
Ég hef verið að furða mig á málþófi Sjálfstæðismanna í þinginu undanfarna daga og er orðinn sannfærður um að atgangur þeirra er alvarlega misráðinn. Hreint ekki til að efla álit Flokksins.
Um tíma var ég farinn að halda að ég hefði misst af einhverju – að þeir væru að ræða einhverjar svo stórkostlegar breytingar á stjórnarskrá og stjórnskipan landsins, að um líf eða dauða væri að tefla. Svo er þó ekki, eins og ég sá þegar ég skoðaði skjöl í málinu á vef Alþingis.
Stjórnarfrumvarpið sem veldur öllu þessu harðlífi er í fjórum liðum: að náttúruauðlindir séu þjóðareign; að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi um stjórnarskrárbreytingar; að hægt sé að vísa stórmálum til þjóðaratkvæðis; og loks að kalla skuli saman sérstakt stjórnlagaþing (bráðabirgðaákvæði).
Þetta er nú allt og sumt! Hver getur verið á móti þessu? Hvað er að þessum augljósu og sjálfsögðu umbótum?
Jú, það virðist vera þetta með stjórnlagaþingið.
Flokkurinn má nefnilega ekki heyra á það minnst, enda hlutverk Alþingis að setja þjóðinni stjórnarskrá.
Ah, vandinn er sá, kæri Flokkur, að þingið hefur trekk í trekk heykst á að gera það. Þess vegna er það rétt hjá Jóhönnu forsætis, að það þarf að taka þennan kaleik frá stjórnmálaflokkunum og færa hann þjóðinni. Enda er fullreynt að flokkunum er ekki treystandi til þess.
Sjálfstæðismenn ættu að sjálfsögðu að hegða sér í samræmi við aldur sinn og menntun, hætta þessu fýluþrasi og afgreiða málið.
Athugasemdir
Sæll Ómar. Allir umsagnaraðilar um tillögurnar um stjórnarskrárbreytingarnar voru á móti þeim - tveir undanskildir.
Hvað höfum við auk þess að gera með tvö Alþingi?
Stjórnlagaþing kostar rúma tvo milljaðar króna á ári. Höfum við efni á slíkum munaði? Látum þessa þingmenn vinna fyrir laununum sínum og halda áfram að vinna að stjórnarskránni með öðrum málum. Það kostar okkur ekkert aukalega.
Hvað munar okkur auk þess um að hinkra með breytingar sem lögspekingar telja illa grundaðar. Hvað liggur svo mikið á að það sé verjandi að taka svona hrákasmíði fram fyrir atvinnumál og efnhagsmál á Alþingi Íslendinga?
Nú eru 18.000 manns á atvinnuleysisskrá og stýrivextir hvorki meira né minna en 15,5%. Væri ekki nær að ræða lausnir á þessum málum?
Annars þekkjum við báðir ungan mann sem er að læra lög og gæti haft einhverja skoðun á þessum lagaspekúlasjónum þó hann sé nú ekki kominn langt í fræðunum ;-)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2009 kl. 21:14
Mér finnst nú mesta móðgunin af hinu háa Alþingi okkar Íslendinga að Ríkisstjórnin sem er minnihlutastjórn með atvinnuleyfi út á það að bjarga heimilum..... Skuli finna sér öll möguleg og ómöguleg önnur mál að fjalla um........ Getur ekki tekið á vanda heimilanna!
Helga , 8.4.2009 kl. 23:09
Einu gleymdi ég - að vísa á umsagnirnar sem hafa borist. Þær eru fróðleg lesning og er að finna hér: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=136&mnr=385
Og svo getur maður kannski spurt sig hvort þessi listi yfir 'umsagnaraðila' sé endilega sá rétti - eða hvort kannski vanti þarna eitthvað inn í:
1. Alcan á Íslandi hf
2. Alcoa á Íslandi ehf
3. Alcoa Fjarðaál sf
4. Alþýðusamband Íslands
5. Bandalag háskólamanna
6. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
7. Biskup Íslands
8. Biskupsstofa
9. Bændasamtök Íslands
10. Félag íslenskra náttúrufræðinga
11. Félag umhverfisfræðinga
12. Háskóli Íslands Lagadeild
13. Háskólinn á Akureyri Lagadeild
14. Háskólinn á Bifröst lögfræðideild
15. Háskólinn í Reykjavík Auðlindaréttarstofnun
16. Háskólinn í Reykjavík Lagadeild
17. Hitaveita Selfoss/Selfossveitur bs
18. Landbúnaðarháskóli Íslands
19. Landgræðsla ríkisins
20. Landssamband fiskeldisstöðva
21. Landssamband íslenskra útvegsmanna
22. Landssamband smábátaeigenda
23. Landssamtök skógareigenda
24. Landsvirkjun
25. Landvernd
26. Lögfræðingafélag Íslands
27. Lögmannafélag Íslands
28. Náttúrufræðistofnun Íslands
29. Náttúruverndarsamtök Íslands
30. Neytendasamtökin
31. Norðurál hf
32. Norðurorka
33. Orkustofnun
34. Orkuveita Reykjavíkur
35. Prestafélag Íslands
36. Rannsóknarstofnun um samfélags- og efnhagsmál
37. Reykjavíkur Akademían
38. Samband íslenskra sveitarfélaga
39. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja
40. Samtök atvinnulífsins
41. Samtök eigenda sjávarjarða
42. Samtök fiskvinnslustöðva
43. Samtök iðnaðarins
44. Sjómannasamband Íslands
45. Skipulagsstofnun
46. Starfsgreinasamband Íslands
47. Umhverfisráðuneytið
48. Umhverfisstofnun
49. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja
50. Veðurstofa Íslands
51. Viðskiptaráð Íslands
Ómar Valdimarsson, 9.4.2009 kl. 01:02
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn)
svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað
það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi, það kemur að því karlinn 
Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 9.4.2009 kl. 01:04
Ómar, við erum ekki sammála um þetta. Bentu mér á afgerandi og ótvíræð rök sem styðja þá kenningu að staða þjóðarbúsins sé vegna galla stjórnarskrárinnar! Takist þér það, skal ég endurskoða afstöðu mína til þessa stjórnlagaþings. Ég tel að hlutverk stjórnmálamanna þessa dagana sé að einbeita sér að lausnum aðsteðjandi vanda fólks og fyrirtækja landsins.
Helgi Kr. Sigmundsson, 9.4.2009 kl. 02:27
Það fer um mig að sjá Sjálfstæðisflokkinn í málþófi. Mér finnst þetta fyrir neðan virðingu hans. Við höfum árum saman hneikslast á því þegar VG hertekur alþingi og tefur mál sem mikill meirihluti er fyrir.
Ég er sammála því að þetta eru afleyt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og frumvarðið er meingallað en meirihluti er fyrir því á þingi og sjálfstæðismenn hafa komið sínum skoðunum á framfæri. Mörgum sinnum og oft. Almenningur sem fylgist með gæti litið svo á að við séum á móti auknu lýðræði sem er alrangt.
Fólk vill bara fá tiltekt, aukið lýðræði og nýja mynt til þess að losna við verðtrygginguna, verðbólguna, gjaldmiðilshöftin og lækkun skulda.
Hversvegna er alþingi ekki að leyta leiða til að veita fólki það sem það þarf núna?
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.4.2009 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.