Er spilling í leyni betri en önnur?

Það er eiginlega ekki annað hægt en að kenna svolítið í brjósti um Sjálfstæðisflokkinn sem nú er lentur í óvæntum hremmingum á versta tíma og, að því er virðist, að talsverðu leyti vegna innanmeina.

Nú keppast forustumenn flokksins um að sverja af sér það mikla ódæði að hafa skaffað mikinn pening í kassann. Öðruvísi mér áður brá!

En það kostulega er náttúrlega að þangað til upp komst um þessar meintu mútur, eða hvað þetta nú var, þá var allt í himnalagi! Það var ekki fyrr en menn voru teknir í bólinu að málið varð 'mjög alvarlegt fyrir Flokkinn'.

Spilling í leyni er ekkert betri en spilling fyrir opnum tjöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki varaformaðurinn (hún með stóra "kúlulánið"), sem sagði: "við viljum allt upp á borðið", rétt eftir "hrunið" ? Hvað ætli hún hafi þar haft í huga...??

Snæbjörn Björnsson Birnir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gleðilega páskahátíð Ómar minn og knús í hús.

Ía Jóhannsdóttir, 11.4.2009 kl. 08:43

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað bókhald sitt og hefur því ekkert að fela.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband