Gullsvindlið mikla

Ég datt niður á nýlegt vikublað þar sem reykvískur gullkaupmaður sagðist kaupa gull af fólki fyrir þúsundkall grammið. Þetta bræðir hann svo niður og er harla glaður.

Hann má vera það. Vestur í Ameríku eru gullkaupmenn að kaupa gull til niðurbræðslu á þúsund dollara únsuna. Amerísk únsa er rétt rúmlega 28 grömm sem þýðir að grammið þar er keypt á um 4400 krónur miðað við gengi dagsins. 

Ég býðst hér með til að kaupa gull til niðurbræðslu á 1200 krónur grammið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú bent mér á svindlið í þessu?

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Dexter Morgan

Ég bíð 1500 kr. fyrir grammið

Dexter Morgan, 15.4.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Jakob S Jónsson

Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur, var einu sinni haft á orði. Mér þykir þetta búmennska af betra taginu. En svo koma náttúrulega útrásarvíkingar, sem "bjóða betur" og vita ekki að þeir eiga eftir að sigla gullskútunni í kaf. Ekkert lærum við. Eða?

Jakob S Jónsson, 15.4.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Tómas Örn: að telja fólki trú um að það sé að gera góðan bíssniss þegar svo er alls ekki.

Ómar Valdimarsson, 15.4.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Hlédís

Þakka ábendinguna - og ligg áfram á gulli mínu ;)

Hlédís, 15.4.2009 kl. 14:00

6 Smámynd: corvus corax

Ég kaupi á 1700 kr grammið! Verð á Hlemmi á milli kl. 18 og 20 í dag. Þið þekkið mig á grænu stígvélunum og bleiku blómaregnhlífinni.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 16:58

8 identicon

Sæll Ómar. "Ekki er allt gull, sem glóir". Þeir eru flottir þessir kappar, sem telja fólki trú um að það sé að græða einhver ósköp á viðskiptunum. Fjölmiðlar ganga í gildruna gagnrýnislaust. Engin rannsóknarvinna á bak við fréttir af "gullæðinu mikla". Hver er að tala um ábyrgð fjölmiðla á fréttum til birtingar? Ógleymanleg er fréttin um Magnús Ólafsson prentmógúl úr Firðinum, þar sem hann fór hamförum í gagnrýni á allt og alla. Hann má að sjálfsögðu hafa skoðun á hverju, sem er. Hins vegar verða fréttamiðlar að skoða hvað liggur að baki. Maður, sem skilur eftir sig slóð eyðileggingar, gjaldþrota og alls kyns svínarí á ekki gagnrýnislaust að vaða uppi í fréttatímum ábyrgra fjölmiðla sem skítkast á allt og alla. kv. fóv

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég er að vísu þeirrar skoðunar að maður eigi að reyna að halda sig við efnið í bloggi, sem og annars staðar, en ég get ekki stillt mig um að senda Friðbirni frænda mínum og vini samúðarkveðjur vegna nýjustu mælinga á Heimakletti og Blátindi. Það hefur nefnilega komið á daginn að þetta eru hólar, ekki fjöll. Og fyrir þá sem sífellt vilja vera eitthvað að príla, þá er ábyggilega ekkert tiltökumál að skjótast þarna upp í seinna kaffinu!

En þá að efninu: ég veit ekkert um MÓ og hans mál, en er stöðugt að heyra af fólki sem lent er í miklum vandræðum með afborganir af erlendum neyslulánum. Konni vinur minn sagði mér í dag að það væru ekki nema 700 manns sem væru í vandræðum með erlend húsnæðislán, hitt væru allt bílalán - og einn rúntur um bílasölusvæðið uppá Höfða sýnir manni að menn voru ekki að kaupa sér neinar druslur! Það er ábyggilega ekki auðvelt að velja þá úr sem þurfa hjálp og eiga hana inni - og svo hina.

Ómar Valdimarsson, 16.4.2009 kl. 22:11

10 identicon

"Út og suður", gott ef það er ekki einmitt stefnan á Eyjar. Það var gífurlegt áfall fyrir okkur Eyjamenn með stórum staf, að uppgötva þá staðreynd, sem þú réttilega bentir á Ómar. Náttúruvætti Vestmannaeyja, Heimaklettur, lækkaður um 5 metra svona upp úr þurru. Hæddur um að sjálfstraustið hafi lækkað að minnsta kosti í sama hlutfalli, ef ekki meir.

 Að efninu aftur, þekki dæmi um ungt fólk með bílalán að upphaflegu verðmæti 3.3 millj. Lánið stendur í dag í 7 millj. Bíllinn óseljanlegur, nema fyrir brot af skuldinni. Ekkert hægt að gera, nema bíða og vona að úr rætist. Ótrúlega margir í þessari erfiðu stöðu. Auðvitað er þetta sjálfskaparvíti, en tíðarandinn var einfaldlega þannig, að engin tók í taumana. Peningarnir flæddu út ur bönku og fjárfestingarfélögum. Hver ber ábyrgðina? Á endanum eru það alltaf skuldararnir.

Þú ert ávallt velkominn í Eyjarnar. Í arfleifðina, sem þú ert svo stoltur af. Kveðja fóv.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband