Það er ljótt að ljúga

Öll voru upphefð kemur að utan, var einhverntíma sagt. Þetta má enn til sanns vegar færa.

Nú eru Sjálfstæðismenn arfavitlausir yfir því að sendiherra Evrópusambandsins sagði hugmynd þeirra um að taka upp evru í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn tóma dellu.

Það þurfti sosum ekki sendiherra EBS til að segja manni þetta – maður þarf ekkert að vera sérstaklega vel að sér um málefni ESB eða AGS til að sjá í hendi sér að þetta er delluhugmynd.

En þetta sagði enginn hér með jafn afdráttarlausum hætti og sendiherrann í Osló. Og þess vegna eru Bjarni Ben og hans menn sjóðandi illir. Skiljanlega.

Það ætti frekar að þakka sendiherranum fyrir að tala skýrt. Á sama hátt ætti að þakka Katrínu Jakobsdóttur aftur fyrir að segja berum orðum að auðvitað þurfi að hækka skatta hér og skera niður í opinberri þjónustu. Nema hvað?

Hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga. Það er ljótt að ljúga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nei nei,Ómar minn,þetta er ekki rétt,ekki lesa bara efnahagsmál Vinstri græna,eins og þú veist manna best,þá þarf að koma fyrirtækjum í gang,og bankarnir þurfa að dæla peningum í atvinnuvegin,(það gerum við ekki með skattahækkun)nú eru 18000 mans atvinnulaust,þetta fólk getur ekki borgað hæri skatta,með því að koma fólki í vinnu,þá fer fólkið fljótt að eyða og koma peningum í umferð,það er það sem vantar,ef þú hækkar skatta og lækka launin,þá fara þessi fyrirtæki ekki í gang og fólkið á enga peninga til að láta í umferð,hærri skattar þíðir minni eyðsla,og fleiri gjaldþrot,stopp hjá bönkum,engin fyrirgreiðsla fyrir fyrirtækin,því miður,Þess vegna er ég hræddur við að kjósa þessa ríkistjórn,mér líst illa á efnahagspakka þeirra,og nú stend ég á gati,hvað ég ætti að kjósa á laugadaginn,því miður,en þetta eru góðir pistlar hjá þér Ómar endilega komdu með fleiri,TAKK FYRIR MIG.

Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 18:30

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Prófaðu kosningakompásinn á Mogganum og þá sérðu hvar hjarta þitt liggur. Svo geturðu kosið samkvæmt því - ef þú ætlar að kjósa á annað borð. Bið svo að heilsa út á þjóðvegina!

Ómar Valdimarsson, 21.4.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér var skemmt yfir meintu 'inngripi' sendiherranz í okkar innanríkizmál, dona einz 'sjallarnir' sögðu frá.  Maðurinn hefur enda ekkert annað að gera en að fylgjazt með hérna hjá okkur 24/7.

Svo er www.xhvad.is líka valkostur fyrir alla Jóhanneza.

Steingrímur Helgason, 21.4.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband