Að kenna eða hjálpa

Ég horfði í kvöld með áhuga á prýðilega gerða heimildamynd um kynlífshryllinginn í Kambódíu.  Það mætti gera meira af slíku efni og með þeirri natni sem María Sigrún Hilmarsdóttir og Guðmundur Bergkvist lögðu í verkið.

Ég varð þó svolítið hissa þegar ein stúlkan fór að segja frá því hve trú hennar væri henni mikið gagn í endurhæfingunni: mín reynsla þar austur frá er frekar sú að fólk geri almennt ekki mikinn greinarmun á (Búddha)trú sinni og daglegri menningu.

Þá áttaði ég mig á því að myndin var gerð fyrir tilstilli hjálparsamtaka Aðventista; auðvitað var stúlkan orðin kristin!

Og það skýrði einnig annað sem var að brjótast í mér á meðan ég horfði: talsmaður þessara samtaka, Breti sem ég náði ekki nafninu á, var eins og ýmsir sem ég kynntist sjálfur á árum mínum í þróunarlöndum - kominn til að kenna þeim innfæddu hvernig þeir eiga að lifa og miðar allt við sitt eigið gildismat. Ástralinn Geoff var af hinni tegundinni - og þeirri sem gerir yfirleitt miklu meira gagn, kominn til að hlusta og hjálpa til. 

 Það breytir þó ekki því að María og Guðmundur eiga hrós skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú sérð það sem við hin sjáum ekki svo auðveldlega. Það er bara alltof algengt þegar verið er að "hjálpa" öðrum að hjálpin felst að hluta til í að innræta skoðun þess sem hjálpar, í stað þess að leita eftir forsendum þess sem hjálpa á. Þetta á við um allan heim.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.4.2009 kl. 09:29

2 identicon

Mér fannst einn hnjóður á annars ágætri heimildarmynd, nefnilega sá að of mikil áhersla var lögð á fjárhæðir - hljómaði á köflum eins og verið væri að auglýsa "ódýrt kynlíf". Meðferðin á stúlkunum átti að vera aðalatriðið, en mér fannst óþægilega mikið fjallað um "verðlagninguna".

kona (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var sláandi heimildamynd, en aths. þínar, Ómar, eru líka allrar athygli verðar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 18:12

4 identicon

Kona.

Það sem vakti athygli mína í þessari frábæru mynd var að dólgarnir vildu 50-100 dollara fyrir viðskiftin meðan stúlkurnar töluðu um 2,5 dollara.

Þetta er góður bissniss fyrir dólgana en hörmungersaga sem verðurað stöðva.

Höfundarnir eru hetjur.

Takk.

Karl (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband