Myndi kaupa notaðan bíl af Gylfa og Rögnu
26.4.2009 | 15:14
Mikið skelfing er gott að kosningarnar eru að baki. Þá getur fólk farið að tala mannamál á ný.
Allir hafa sigrað nema Sjálfstæðisflokkurinn. Meira að segja fóstbróðir minn og vinur, Sigmundur Ernir, er kominn á þing. Það fer vonandi vel - hann er drengur góður og vel innrættur. Og á mikla öðlingskonu, hana Ellu. Ég reyndi að fá hann til að lofa mér því að komast í einhverja góða nefnd. Hann gaf ekkert út á það - og þá varð ég glaður.
En mestan áhuga hef ég á að það taki við raunveruleg ný pólitík og ný hugsun - sem miðast við hagsmuni fólks, ekki flokka. Einn liður í því myndi vera að halda í utanþingsráðherrana, Gylfa og Rögnu. Þau tala mannamál og eru bæði þannig til augnanna að ég myndi þora að kaupa af þeim notaðan bíl.
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti sigurvegarinn... ótrúlegt að hann skyldi fá yfir 20% fylgi... eiginlega skandall...
Sammála þér með Gylfa og Rögnu... við verðum að halda í þau.
Brattur, 26.4.2009 kl. 17:36
Já nú getur fólk vonandi andað léttar og farið að sinna sínum daglegu þörfum sem setið hafa á hakanum undan farna mánuði og e.t.v. léttist líka brúnin á fólki og það fer að brosa aftur.
Ía Jóhannsdóttir, 26.4.2009 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.