Heiðurslaun
28.4.2009 | 10:27
Mér finnst ég mega til að taka upp hanskann fyrir Þráin Bertelsson. Hann fær heiðurslaun listamanna frá Alþingi og nú eru menn að gera kröfur um að hann afsali sér þeim vegna þess að hann sé kominn á þing.
Ég sé enga ástæðu til þess. Heiðurslaun listamanna eru einmitt það - heiður. Viðurkenning fyrir listrænt framlag til þjóðmenningarinnar.
Fjölmargir aðrir listamenn úr þessum flokki hafa haldið áfram sínum daglegu störfum eftir að þeir komust í heiðurslaunaflokk - og enginn hefur verið með röfl út af því. Í fljótu bragði man ég eftir Matthíasi Johannessen sem er í heiðurslaunaflokki og var jafnframt ritstjóri Morgunblaðsins áratugum saman. Ég man ekki betur en að hann hafi litið á þetta svipuðum augum og Þráinn: að það væri verið að heiðra hann og að það kæmi daglegu brauði ekkert við.
Engum dettur í hug að taka gullverðlaunapening af íþróttamanni fyrir það eitt að hann skiptir um íþróttafélag.
Athugasemdir
Auðvitað er það háð smekk og fegurðarskyni hvers og eins, .... en fjandinn hafi það; mér hefur alla tíð fundist það vera argasta klám, allt upp í nauðgun; að nefna nafn fígúru eins og Þráins Bertelssonar í sömu andrá og t.d. Errós, Matthíasar Johannessen, Kristbjargar Kjeld og Jóns Sigurbjörnssonar.
Halldór Halldórsson, 28.4.2009 kl. 11:19
Þarna er ég svo innilega sammála þér Ómar,að sjálfsögðu á Þráinn að halda sýnum heiðurslaunum,hvað annað,þetta með verlaunapening íþróttamann, á svo sannarlega við þarna,NEI NEI,Þráinn láttu ekki einhverja öfundsjúka persónur taka af þér þessa véllaun,enda eru þetta Heiðurslaun frá þjóðinni,njóttu þess,sem þú hefur unnið til,og hana nú.
Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 11:25
Takk fyrir þessi orð Ómar. Við hér erum þér svo 100% sammála. Held að Gunnar Eyjólfs sé á listamannalaunum, ætli hann hafi skilað inn laununum þar sem hann var að leika hjá ,,HÚsinu" í allan vetur. Nefni nú vin minn Gunnar hér þar sem þetta kom frá dóttur hans Þ.K.G. frekar vanhugsað hjá minni konu.
Heiðurslaun eru viðurkenning fyrir vel unnin störf.
ER eitthvað öðruvísi að vinna á Alþingi eða hjá Þjóðleikhúsinu, er þetta ekki bara vinna eins og hver önnur?
M'er hefur nú ekki þótt mikið til koma þó menn hafi setið á þingi. Óskaplegt bland í poka ef vel er að gáð.
Ía Jóhannsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:27
Svo er þetta svo lág upphæð að það tekur því ekki að vera að ræða það meira og hálft árið liðið eða svo gott sem.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.4.2009 kl. 13:35
Sammála þér Ómar. Enginn hefur reynst ósmekklegri í þessu samhengi en fyrrverandi menntamálaréðherra - ekki síst með þeirri vísan sem sannarlega er til þeirrar stöðu sem faðir hennar nýtur nú. Engum dettur í hug að heimta að hann leiki launalaust í Þjóðleikhúsinu. ÞKG á að biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu og skætingseðli.
Og reyndar þykir mér Halldór Halldórsson býsna ósmekklegur í sinni athugasemd - að því leytinu að þetta snýst ekki um einstaklinginn sem í hlut á - né hvort heiðurslaunin og sá sem þau hlýtur eru óumdeild eða umdeild.
Þetta snýst um það hvort einstaklingur á að afsala sér heiðurslaunum ef hann tekur við eða gengir launuðu starfi. Slíks hefur auðvitað aldrei verið krafist - enda ekki um að ræða "starfslaun" í venjulegum skilningi - heldur nokkurs konar "æviverðlaun" ,. . . fyrir framlag sem þegar hefur komið fram.
Benedikt Sigurðarson, 28.4.2009 kl. 15:08
Í fyrsta lagi læt ég mér í léttu rúmi liggja ósmekklegheitadóm Benedikts Sigurðarsonar; en held fyrir mig áliti mínu á hans "EÐLI".
Í öðru lagi og þá líklega að "málefninu" (??) Ég er á móti "ævigreiðslum" til aðila sem eru á einhverjum tíma metnir af viðhlæjendum og þurfa víst að ganga ansi langt til að falla niður úr þeim fílabeinsturnum seinna meir. En þetta er víst staðreynd, en ég get fjandakornið gert kröfu til þess að þeir sinni þá áfram listinni sem þeir fengu sporslurnar fyrir; tja! eða þá setjast í helgan stein og lifa í gloríudýrð pupulsins.
Gunnar Eyjólfsson hefur t.d. áfram sinnt list sinni svikalaust; öfugt við Þráin Bertelsson, sem virðist ekki hafa haft annað fyrir stafni undanfarin ár, en að draga andann á framfæri hins opinbera eða að gefa út það sem Baugur keypti af honum til birtingar í Fréttablaðinu.
Halldór Halldórsson, 28.4.2009 kl. 16:04
Í anda stefnu síns flokks hefur Birgitta Jónsdóttir alþm. tjáð sína skoðun. Ég er sammála henni.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:48
Sæll Ómar. Ég varð að leggja orð í belg og þykir það ekki leiðinlegt á þinni bloggsíðu. Er algerlega sammála þér með heiðurslaun Þráins.
Drífa Kristjánsdóttir, 28.4.2009 kl. 18:24
Alveg sammála og var með svipaðan rökstuðning á minni bloggsíðu um daginn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.