Áfallahjálparplástur

Mér finnst hjákátlegt að heyra í fréttum að þessum hópi eða hinum hafi verið "veitt áfallahjálp í dag" eftir einhverjar ófarir. Þetta orðalag hljómar eins og hóparnir hafi fengið áfallahjálparplástur eða -sprautu og að nú sé allt búið.

Ég efast stórlega um að þetta sé svona einfalt. Ég hef farið á fleiri en eitt lært námskeið um þessi mál og tekið svolítinn þátt í að hjálpa fólki komast yfir miklar hörmungar. Það tekur margar vikur, yfirleitt marga mánuði. 

Nema náttúrlega að hér sé búið að finna upp nýja aðferð. Kannski maður geti bara farið í Bónus og keypt sér áfallahjálparpakka til að hafa við höndina?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef orðið að fara á nær alla stórslysastaði hér á landi í 40 ár og hef aldrei fengið áfallahjálp. Hef líka lent í áföllum á jörðu og í lofti og var einu sinni mjög hætt kominn í bílveltu ofan í froskalda á, aleinn í myrkri um hávetur.

Ég er ekki viss um að það sé nein allshverjar formúla til um áfallahjálp sem eitthvert algilt galdrameðal eins og nokkur konar kæruleysisprauta.

Ef maður er sleginn fast á kjaftinn er ekki hægt að losna við sársaukann bara rétt si svona.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband