Júróvisjónsigur í augsýn!

Mogginn og fleiri miðlar eru að segja frá því í kvöld að íslenska Júróvisjónflokknum sé spáð góðum árangri í Moskvu - gott ef okkar fólk er ekki talið í hópi fimm sigurstranglegustu þjóða. Það kemur ekki á óvart, svona fréttir birtast á hverju ári og hljóma yfirleitt allar eins.

Mín spá er sú að þessi froða muni magnast talsvert á næstu tveimur vikum eða svo, eða þar til þessari dæmalausu vitleysiskeppni er lokið og hin geopólitísku poppbandalög hafa fengið sitt fram.  Þá snúa fulltrúar Ríkisútvarpsins aftur heim, harla sneyptir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norðmenn senda Rússa ótrúlega klókir Norsararnir. Ef horft er á youtube virðast flestir horfa á Tyrknesku stelpuna Hadisi ,einnig fá Noregur og Svíþjóð mikið áhorf.Ég trúi að slagurinn verði Noregur vs. Tyrkland.

hordurh@mbl.is (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Eins og þú veist Ómar höfum við ævinlega verið búin að vinna Evrósýnina löngu áður en hún hefst, - og aldrei skilið hvernig fóilkið í hinum löndunum getur verið svona hallærislegt.

Haukur Már Haraldsson, 4.5.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband