Skuldirnar einar eftir
4.5.2009 | 15:04
Ég var í stórskemmtilegum félagsskap í Búdapest um helgina. Kom þangað síðast fyrir rúmlega 30 árum þegar kommarnir stjórnuðu. Það hefur mikið breyst síðan - en ekki nógu mikið. Búdapest er nokkuð sjúskuð að sjá og efnahagsvandræðin í landinu leyna sér ekki.
Ungverjar hafa verið sérlega óheppnir með foringja. Þeir seldu meira og minna allt sem þjóðin átti - 80% fjármálakerfisins eru nú í höndum Austurríkismanna. Skuldirnar sitja eftir...eins og víðar. Öryggisnet félagslega kerfisins er stórkostlega götótt og fólk hefur varla í sig eða á. Það verður ekki gott ástand þarna austur frá þegar fer að kólna með haustinu og fólk getur ekki borgað rafmagns- og gasreikningana sína.
Ég hitti Kenyamann sem hefur búið í Búdapest í 15 ár. Hann sagði að heimamenn væru of værukærir og að þess vegna væri efnahagsástand í Ungverjalandi verra en í nágrannalöndunum.
Ef maður tekur mið af þjónustu á veitingahúsum í Búdapest er þetta alveg rétt hjá Kenyamanninum. Þar þarf maður að bíða í 2-3 tíma eftir matnum. Þjónustustigið í veitingabransanum virðist vera á svipuðu stigi og í Norður Kóreu, þar sem kartöflurnar eiga til að koma á eftir ísnum.
Athugasemdir
Uss hvað ertu líka að þvælast í Buda - Pest hehehe
Ía Jóhannsdóttir, 4.5.2009 kl. 16:22
ég var þarna um þarsíðustu helgi - gat ekki greint annað en að öll þjónusta hafi verið til fyrirmindar ? ég er kanski að misskilja eithvað
Jón Snæbjörnsson, 4.5.2009 kl. 16:35
Ástandið í landinu hefur farið hríðversnandi síðustu misserin. Þeir eru á sömu leið og við, enda hafa þeir hingað til endurtekið eftir okkur öll mistökin.
Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 11:19
þeir hafa það fram yfir okkur að vera búnir að selja allt, raforkuna, gasið, hitan, allt allt allt - við rétt sluppum næstum
Jón Snæbjörnsson, 6.5.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.