Framtíð eða Facebook

Ég hef stundum hrósað ríkisstjórn Jóhönnu forsætis fyrir aukið upplýsingastreymi. Hún á það hrós skilið.

En það er hinsvegar alveg rétt sem þau Steingrímur voru að segja á blaðamannafundi sínum í dag að það þarf að kynna betur fyrir fólki þær leiðir sem fólki í vandræðum bjóðast nú. Þegar maður skoðar listann þá sýnist augljóst að langflestir muni fá einhverja úrlausn - nema náttúrlega þeir sem vilja sleppa við að borga skuldir sínar með öllu. 

Fjölmiðlar hafa ekki gert alveg nóg í að útskýra þessa möguleika alla en lagt meira pláss í uppslætti um vitleysisgang og öfgadæmi örfárra einstaklinga. Og almenningur er greinilega ekki nærri nógu duglegur við að leita eftir upplýsingunum, til dæmis á www.island.is, enda virðist fólk vera of önnum kafið á Facebook og YouTube til að sinna ómerkilegri málum á borð við framtíð sína og barna sinna. 

Og ógnarlega sterkur er sá grunur minn að margir þeir sem nú eru í hvað mestum vanda (ekki allir, en margir) hafi sjálfir komið sér í hann með óvarkárni og með því að gleypa hrátt það sem gekkóar bankanna lögðu á borðið. Hefur ekki alltaf verið ljóst að maður á ekki að taka lán í annarri mynt en þeirri sem maður fær laun í? Hefur ekki alltaf verið ljóst að fólk á venjulegum launum stendur ekki undir greiðslum af tveimur jeppum, nýrri eldhússinnréttingu, Floridaferð og vetrarfríi í Ölpunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

ASE (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:08

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég held að þetta offjárfestingalið ætti að hætta að skamma Ríkistjórnina,og fara heldur að draga saman seglin.

þorvaldur Hermannsson, 6.5.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég held það sé nú bara ansi langt frá því að það væri "ljóst" að það ætti ekki að taka lán í annarri mynt en maður hefur laun í. Ég hafði amk aldrei heyrt á slíkt minnst þegar ég var að tala lán fyrir íbúðarkaupum hér um árið. Ég var nú reyndar alveg að drepast úr skynsemi og ákvað að taka helminginn af láninu í myntkörfuláni en hinn helminginn í hinu hefðbundna íbúðarlánasjóðsláni. Ég var búin að leita á netinu og svona spyrjast fyrir um þessi mál en ég var ekki meiru nær en svo að ég ákvað með sjálfri mér að dreifa áhættunni eins og fyrr sagði. Ég er farin að halda að þetta hrun í okt hafi alls ekki verið bankahrun heldur frekar hrun þeirra sem ekki hafa hagfræðimenntun, amk þegar skoðað er þetta blogg http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/entry/867096/ kemur í ljós að bankinn græðir meir eftir því sem ég tapa meir. Það er bara eitthvað verulega bogið við þetta kerfi.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 6.5.2009 kl. 00:25

4 identicon

Ómar, þú mátt alveg skammast þín fyrir þetta innlegg!

Lán sem ég tók hjá íbúðalánasjóði 2004 er orðið tæplega 40%hærra í dag! Hef tekið á mig launalækkun, hækkun vöruverðs etc...

Lemdu hausnum tvisvar í stein og huxaðu málið upp á nýtt..

 Gættu þig á því hverja þú ert að kalla útrásavíkinga... ég hef ekki flutt lögheimili eða ríkisfang til sviss eða rússlands... enda aldrei komið þangað..

 það sama má ábyggilega segja um meirihluta þess fólks sem er að súpa seyðið af þessu helvíti..

Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband