Þingmannalaun engin ofrausn
6.5.2009 | 18:28
Það er að fréttast að í nýjum stjórnarsáttmála verði ákvæði um að ríkisforstjórar skuli ekki hafa hærri laun en forsætisráðherrann.
Mér þykir þetta skynsamlegt. Forsætisráðherrann á að vera á góðu kaupi og ekki hafa hærra launaða pótintáta úti í bæ á sínum vegum.
Á sama hátt fannst mér það bjánagangur og hræsni þegar laun ráðherra og þingmanna voru lækkuð í vetur - en forstjórarnir héldu flestir öllu sínu. Ég held nefnilega að þingmannalaun séu engin sérstök ofrausn. Þingmennska á að vera vel borgað djobb svo að við fáum í það almennilegt fólk - og það vel borgað að það þurfi ekki að vera að elta sporslur og bitlinga um allan bæ til að hafa í sig og á.
Athugasemdir
Ómar laun þingmanna og ráðherra eru allt of há miðað við getu þeirra og þá má færa að því rök að í raun ættu menn að borga skaðabætur til samfélagsins fyrir störf undanfarinna mánaða. Því geri ég það að tillögu minni að að settur verið mínus fyrir framan laun þingmanna og ráðherra næstu 24 mánuði og sjáum hvort þeir fara þá að huga um eitthvað annað en hvernig þeir geta matað eiginn krók. Reyndar grunar mig að núverandi þingmenn muni endast illa og sennilega ekki heldur verða dýrir á fóðurm í eftirlaunum, en það verður algörlega þeirra verk.
Einar Þór Strand, 6.5.2009 kl. 19:49
Ég er sammála Ómari. Viðhorf Einars Þórs eru að mín mati stórhættuleg. Við eigum að gera vel við þingmenn okkar og gera til þeirra miklar kröfur. Þingfararkaupið er til hreinnar skammar. Ég hef komið nálægt atvinnurekstri í yfir 20 ár og duglegir, sérhæfðir verkamenn og flestir iðnaðarmenn hafa hærri laun en þingmenn. Ég veit líka að þingmenn eru meira og minna í vinnunni allan sólahringinn, alla daga ársins hvað sem DV populistarnir segja. Stundum finnst mér, þegar ég les bullið á blogginu, að það sem þþetta land þurfi sé ný þjóð
Gammur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:14
Mér finnst þingmannalaun vera alveg nógu há. Inn á þing hópast einhverjir einstaklingar sem eru eingöngu að sækjast í fín djobb og góð laun, hugsjónin er farin veg allrar veraldar fyrir löngu síðan. Fólkið á þessum fínu launum missir samband sitt við almenning. Þessi mýta að inn á þing muni fara betri einstaklingar ef launin sem í boði eru séu nógu há er tóm vitleysa, þetta hefur fleiri galla en kosti. Einn gallinn er sá að menn hanga á stólunum eins og hundar á roði. Svo ég er algjörlega ósammála þér. Mér finnst að leinin eigi að vera þokkaleg en ekki langt fyrir ofan meðallaun í þjóðfélaginu. Þingið hefur ekki náð að endurspegla þjóðina með lögfræðinga í meirihluta þingmanna.
Valsól (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:51
Ég er svo innilega sammála Ómari,auðvita á forsætisráðherra að vera á góðu kaupi,og aðrir starfsmenn ríkisins eiga að vera töluvert neðar,það ætti að lækka laun ríkisbankastjóranna um helming.
Jóhannes Guðnason, 7.5.2009 kl. 14:55
Það er furðulegt að embættismenn eins og t.d. útvarpsstjóri séu á hærri launum en forsætisráðherra, Hulda á LSH er með umtalsvert lægri laun en hann en stjórnar stærsta vinnustað landsins og keyrir á sínum gamla Jaris.
Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 17:06
Gammur talar um að mín viðhorf séu hættuleg en er það ekki ann hættulegra að við séum að borga vanhæfu fólki laun fyrir að gera illt verra dag eftir dag, fólki sem hefur sýnt það að því er ekki treystandi fyrir fimm aurum þó það eigi þá sjálft.
P.S. þetta á við fulltrúa allra flokka.
Einar Þór Strand, 10.5.2009 kl. 21:10
Rétt, Ómar.
Lág laun á þingi kalla á gemlinga sem eru að vinna sér stöðu í flokknum sínum, og leita að bitlingunum. Hærri laun myndu laða að hæfileikafólk.
Billi bilaði, 12.5.2009 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.