FME með stæla
16.5.2009 | 14:26
Það má vel selja mér að stundum sé nauðsynlegt að trúnaður ríki um ákveðin málefni sem ríkisvaldið sýslar við. Rafmagnsverð til stóriðju gæti vel verið eitt af því - ef samkeppni á að ríkja er hæpið að birta verðskrána í upphafi samningaviðræðna.
En trúnaðurinn hefur á liðnum árum gengið allt of langt og stjórnkerfið verið innstillt á að láta sjálft sig njóta alls vafa. Það eru vondir stjórnarhættir og ef ég skildi ólguna í vetur rétt, þá var þetta leyndarviðhorf eitt af því sem fólk vildi snúa við.
Og enn eimir eftir af þessu. Hvaða della er það til dæmis í Fjármálaeftirlitinu að segja ekki afdráttarlaust hvert það sendi mál Milestone/Sjóvá/Moderna eða hvað þetta allt heitir?
Hvað stælar eru að segja að málið hafi verið sent til "viðeigandi" stjórnvalds? Annað hvort er það lögreglan eða sérstakur saksóknari. Hvaða ógnarlegi leyndardómur getur komið í veg fyrir að maður fái að vita hvor aðilinn það er?
Forstjóri FME hlýtur að skilja þetta. Hann þarf ekki að vera með stæla við almenning.
Athugasemdir
Ég vildi að nú væru kosningar og fólk væri búið að sjá að þessi starfandi stjórn er gjörsamlega vanhæf,Steingrímur búinn að svíkja sína kjósendur varðandi ESB og Jóhanna hugsar númer 1,2 og 3 eingöngu um ESB.Ef þetta á að verða svona og AGS á að ráða hér náum við okkur aldrei upp aftur,það er vitað að AGS og ESB eru í miklum tengslum og númer 1 hjá þeim er að auðmenn haldi sínum peningum sama hvað það kostar fyrir þjóðina.Er ekki komin tími á aðra byltingu um vanahæfa ríkisstjórn áður en það verður of seint.Steingrímur vildi skila láni AGS fyrir kosningar en hvað nú? nú skiptir stóllinn meira máli en hagur þjóðarinnar.Ég vill byltingu og það strax,og ef hávaði fyrir utan alþingi dugir ekki svo þessir landráðamenn skilji okkur þá er bara að láta sverfa til stáls.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 17.5.2009 kl. 00:03
Leyndin um raforkuverð til stóriðju er til þess að halda landsmönnum óupplýstum. Forstjóra Alcoa fannst það ekki tiltökumál að upplýsa um það hér um árið.
Pétur Þorleifsson , 17.5.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.