'Hann er voða sætur'

Ég verð að eta það ofan í mig að þátttakan í Evróvisjón yrði niðurlægingin ein. Geri það hér með. 'Yohanna' er sjarmerandi og syngur vel og lagið alveg þokkalegt. Miklu betra en flest hin lögin í þessari keppni - sem sýnist raunar fyrst og fremst ganga út á sexappíl og hamagang á sviðinu. Það er alsiða þegar þarf að fela hvað lögin eru vond.

Ég hafði ekki heyrt norska lagið fyrr en úrslitin lágu fyrir og spurði tvær smekkvísar konur sem voru með mér hvort þetta væri gott lag. Þær svöruðu nánast samhljóða: Já, hann er VOÐA sætur.

Svo heyrði ég norska lagið sem er heldur ómerkilegt þótt norski Hvítrússinn sé sjarmerandi. Íslenska lagið er miklu meira lag - slagaði upp í það breska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh hef ekki heyrt lagið hans Rybaks en var að blogga um þetta svona frá mínu sjónarh..............   knús í bæinn til ykkar hjóna.

Ía Jóhannsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband