Aukaskatt á óþarfann
18.5.2009 | 16:47
Mér líst á enga nýja skatta og ekki heldur á hærri skatta. Mér finnst ég borga alveg nóg.
En það breytir ábyggilega ekki því, að skattar munu hækka og nýir koma til. Staðan er einfaldlega þannig. Og það er sjálfsagt alveg sama hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum, öllum mun finnast að það hefði frekar átt að skattleggja eitthvað annað og skattpína hina, bara ekki mig.
En fyrst þetta mun gerast, þá finnst mér að það eigi að skattleggja óþarfann meira en nauðsynjarnar. Það er ábyggilega borðaður allt of mikill sykur á landinu - ekki síst í sælgæti og gosdrykkjum. Strangt til tekið er hvort tveggja óþarfi.
Brennivín og tóbak má líka skattpína mín vegna. Það er oftar en ekki óþarfi.
Matur handa ungabörnum er hinsvegar ekki óþarfi. Strætó er ekki óþarfi. Bensín er ekki óþarfi. Tíu milljón króna jeppar eru hinsvegar óþarfi og sömuleiðis innfluttar dádýralundir.
Athugasemdir
Sæll
Ég er alveg sammála þessu sem þú segir en vandamálið er að það skiptir ekki máli hvað er skattlagt því þetta fer allt saman út í efnahaginn sem svo hækkar matarverð og verðtryggðu lánin hjá mér eða þér hvort sem við drekkum áfengi eða reykjum sígarettur..... verðbólgan hækkar bara
Svavar (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:36
Einmitt. Það er sama hvernig á málið er litið, we are fucked!
Ómar Valdimarsson, 19.5.2009 kl. 13:03
Það má til sanns vegar færa að bensín sé ekki óþarfi. Það er hins vegar vara, sem nánast allar fjölskyldur í landinu geta minnkað mikið notin á ef notkunin er eitthvað að ráði án þess að það hafi mikil áhrif á lífsgæði þeirra. Þar að auki er þetta innflutt vara svo ekki sé talað um að þetta er vara, sem skapar mikla mengun.
Þess vegna tel ég bensín og díselolíu vera hluta af þeim vörum, sem rétt væri að hækka skatta á af því gefnu að það þurfi að hækka skatta. Svo skulum við ekki gleyma því að þetta er vara, sem erfitt er að standa í smygli á eða innlendri framleiðslu og selja á svörtum markaði þannig að eihver gróði sé að. Það er því minni hætta á að þessi vara fari inn á óskattlagðan markað undirheima eins og hætt er við að gerist með til dæmis áfengi.
Sigurður M Grétarsson, 20.5.2009 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.