Æ, góði þegiðu!

Síðan ég var nánast barn að aldri hef ég verið í félagsmálavafstri og stundum haft það að atvinnu. Ég hef því setið ógnarmarga fundi og stýrt þeim ófáum.

Það er mikilvægt á fundum að halda mönnum við efnið, annars fer fundurinn út um þúfur og gerir ekkert gagn. Þeir sem gera ekki annað en að nöldra og þvaðra, þeir eyðileggja markmið fundarins sem oftar en ekki er að komast að einhverri niðurstöðu. Þá er oft betra að slíta fundinum eins fljótt og hægt er og boða til nýs fundar með nýju fólki sem er til í að taka þátt í þokkalega vitrænum umræðum - en láta nöldurseggina og bullarana sitja heima.

Þetta rifjaðist aftur upp fyrir mér í gær þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi eftir að forsætisráðherra hafði flutt skýrslu sína um horfur í efnahagsmálum. Það var heldur raunalegt allt saman. Hvaða gagn er í því að koma upp í ræðustól, segjast ekki nenna að hlusta á hitt eða þetta, eða halda áfram að þrasa og þylja þekktar staðreyndir? 

Menn sem hafa ekkert uppbyggilegra að leggja til málanna eiga að  halda sér saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðvirkni er landlægt fyrirbæri á Íslandi. Af hverju tókst þú sem fundarstjóri ekki ábyrgð á því að setja mönnum tímamörk í tjáningu frekar en að kalla á nýjan fund með öðru fólki? Það getur ekki hafa verið lýðræðislegt að sumir fái fundarboð og aðrir ekki! Nöldurseggirnir mega auðvitað vera með, en góður fundarstjóri er ekki meðvirkur og stöðvar nöldrið.

Rósa (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:41

2 identicon

Mikið er ég sammála þér Ómar. Ég horfði á alþingisumræður í sjónvarpinu í gær og hlustaði m.a. á fólkið í viðskiptanefnd.  Ég er nærri viss um að flestum nýjum alþingismönnum hefur ofboðið ruglið og bullið.

Hinsvegar eru jákvæðu fréttirnar þær að ég skoðaði heimasíðu Þórs Saari's og þar var meiri fróðleik að finna um Alþingi en ég hef áður lesið.

Hvet alla til að lesa bloggið hans.

Gunnur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband