‘Allah’ ađeins fyrir múslima í Malasíu
3.6.2009 | 00:56
Malasía stendur ađ sumu leyti framar flestum öđrum Asíulöndum, einkum efnahagslega. Og svo náttúrlega fyrir matinn ţar er dýrlegasta matarval allra landa: kínverskur, malajiskur og indverskur matur, fyrir utan allt hitt.
En ađ mörgu öđru leyti er Malasía óttalegt afturhaldsrassgat. Ţar hafa lengi veriđ í gildi lög sem setja Malaja ofar hinum tveimur stóru ţjóđarbrotunum í landinu, Kínverjum og Indverjum. Malajar hafa haft margvísleg forréttindi, pólitísk, efnahagsleg og menningarleg, ţví markmiđ laganna var ađ tryggja ađ synir jarđarinnar (bumi putra) yrđu ekki undir í samkeppninni viđ hina sem hafa orđ á sér fyrir ađ vera vinnusamari. Nýr forsćtisráđherra landsins, Najib Razak, hefur nú látiđ út ţađ bođ ganga ađ ţessi lög verđi brátt numin úr gildi.
Nýjasti sigur afturhaldsins í Malasíu er ađ nú hafa Múslimar fengiđ einkarétt á ađ kalla Guđ Allah. Forsagan er sú ađ kaţólikkar í landinu fóru á síđasta ári ađ nota Allah um Guđ enda á ţađ hugtak sé miklu lengri sögu en Islam. Múslimarnir fóru í mál og hafa nú unniđ ţađ einkum á ţeirri forsendu ađ ţađ geti ruglađ fólk í ríminu ef kristnir menn kalla líka sinn guđ Allah.
Upplýstir múslimar vita náttúrlega ađ ţađ sem Islam, Gyđingdómur og kristni eiga sameiginlegt er ađ trúa á einn guđ og ađ hann sé sá sami fyrir alla. En ţótt ţetta skipti máli í huga forpokađra embćttismanna í Malasíu, ţá vitum viđ hin ađ Guđ, Jahve og Allah eru eitt og hiđ sama.
Athugasemdir
Hér heima ţarf ekki ađ fara svo ýkjamörg ár aftur til ţess tíma ţegar Ţjóđkirkjan barđist hatrammlega gegn ţví ađ Ásatrúarfélagiđ fengi viđurkenningu sem trúsöfnuđur.
Rök kirkjunnar voru ţau ađ einungis eingyđistrúarbrögđ gćtu fallist undir heitiđ átrúnađur eđa trúarbrögđ. Heiđingjum var samkvćmt ţví ekki heimilađ ađ kenna tilfiningarnar í brjóstum sínum viđ trú.
Sem betur fer reyndust íslensk dómsmálayfirvöld ađ lokum (eftir nokkurt stređ) skynsamari en kollegarnir í Malasíu... Trú og trú er nefnilega ţađ sama - hvađ sem íslenskum prestlingum finnst um ţađ.
Stefán Pálsson (IP-tala skráđ) 3.6.2009 kl. 01:24
Ég veit nú um marga múhameđstrúarmenn sem halda ţví réttilega fram ađ kristnir trúi á ţrjá guđi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.6.2009 kl. 07:11
Ţađ er rétt, Hjalti, ég hef líka rekiđ mig á ađ múslimar eiga erfitt međ ađ skilja ţetta međ hinn ţríeina Guđ kristinna manna. En ţeir eru ekki einir um ţađ. Sjálfur Valdimar Briem, eitt mesta sálmaskáld Íslendinga fyrr og síđar, var í einhverjum vandrćđum međ ţetta eins og sést á ţessari vísu sem hann er borinn fyrir:
Guđ er einn en oss er kennt
ađ hann sé bćđi tvennt og ţrennt.
Ţessu botnar enginn í
en oss er rétt ađ trúa ţví.
Ómar Valdimarsson, 3.6.2009 kl. 12:44
Örfáir kuflar settust niđur og ákváđu fyrir alla ađ Jesú vćri ekki bara Jesú, hann var pabbi sjálfs sín og hann sjálfur líka.
Auđvitađ skillja menn ekki upp né niđur í ţessu ţrenningar rugli, púra rugl.. meira rugl en ađ hafa bara spámann og galdrakarl
DoctorE (IP-tala skráđ) 3.6.2009 kl. 13:37
Ómar, ţessi vísa er mjög sönn. Ţađ skilur enginn ţrenningarkenninguna, Einar Sigurbjörnsson, sem kennir trúfrćđi í HÍ, segist ekki einu sinni skilja hana. Ţrenningin er sannarlega vitleysa.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.6.2009 kl. 16:10
Takk fyrir síđast, Ómar.
Ţađ sem ţú segir í ţessum pistli ţínum er enn ein vísbending ţess ađ Islam sé ekki trúarbrögđ heldur stjórnmálaafl.
Sigurđur Hreiđar, 3.6.2009 kl. 22:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.