‘Allah’ aðeins fyrir múslima í Malasíu
3.6.2009 | 00:56
Malasía stendur að sumu leyti framar flestum öðrum Asíulöndum, einkum efnahagslega. Og svo náttúrlega fyrir matinn þar er dýrlegasta matarval allra landa: kínverskur, malajiskur og indverskur matur, fyrir utan allt hitt.
En að mörgu öðru leyti er Malasía óttalegt afturhaldsrassgat. Þar hafa lengi verið í gildi lög sem setja Malaja ofar hinum tveimur stóru þjóðarbrotunum í landinu, Kínverjum og Indverjum. Malajar hafa haft margvísleg forréttindi, pólitísk, efnahagsleg og menningarleg, því markmið laganna var að tryggja að synir jarðarinnar (bumi putra) yrðu ekki undir í samkeppninni við hina sem hafa orð á sér fyrir að vera vinnusamari. Nýr forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur nú látið út það boð ganga að þessi lög verði brátt numin úr gildi.
Nýjasti sigur afturhaldsins í Malasíu er að nú hafa Múslimar fengið einkarétt á að kalla Guð Allah. Forsagan er sú að kaþólikkar í landinu fóru á síðasta ári að nota Allah um Guð enda á það hugtak sé miklu lengri sögu en Islam. Múslimarnir fóru í mál og hafa nú unnið það einkum á þeirri forsendu að það geti ruglað fólk í ríminu ef kristnir menn kalla líka sinn guð Allah.
Upplýstir múslimar vita náttúrlega að það sem Islam, Gyðingdómur og kristni eiga sameiginlegt er að trúa á einn guð og að hann sé sá sami fyrir alla. En þótt þetta skipti máli í huga forpokaðra embættismanna í Malasíu, þá vitum við hin að Guð, Jahve og Allah eru eitt og hið sama.
Athugasemdir
Hér heima þarf ekki að fara svo ýkjamörg ár aftur til þess tíma þegar Þjóðkirkjan barðist hatrammlega gegn því að Ásatrúarfélagið fengi viðurkenningu sem trúsöfnuður.
Rök kirkjunnar voru þau að einungis eingyðistrúarbrögð gætu fallist undir heitið átrúnaður eða trúarbrögð. Heiðingjum var samkvæmt því ekki heimilað að kenna tilfiningarnar í brjóstum sínum við trú.
Sem betur fer reyndust íslensk dómsmálayfirvöld að lokum (eftir nokkurt streð) skynsamari en kollegarnir í Malasíu... Trú og trú er nefnilega það sama - hvað sem íslenskum prestlingum finnst um það.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 01:24
Ég veit nú um marga múhameðstrúarmenn sem halda því réttilega fram að kristnir trúi á þrjá guði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.6.2009 kl. 07:11
Það er rétt, Hjalti, ég hef líka rekið mig á að múslimar eiga erfitt með að skilja þetta með hinn þríeina Guð kristinna manna. En þeir eru ekki einir um það. Sjálfur Valdimar Briem, eitt mesta sálmaskáld Íslendinga fyrr og síðar, var í einhverjum vandræðum með þetta eins og sést á þessari vísu sem hann er borinn fyrir:
Guð er einn en oss er kennt
að hann sé bæði tvennt og þrennt.
Þessu botnar enginn í
en oss er rétt að trúa því.
Ómar Valdimarsson, 3.6.2009 kl. 12:44
Örfáir kuflar settust niður og ákváðu fyrir alla að Jesú væri ekki bara Jesú, hann var pabbi sjálfs sín og hann sjálfur líka.
Auðvitað skillja menn ekki upp né niður í þessu þrenningar rugli, púra rugl.. meira rugl en að hafa bara spámann og galdrakarl
DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:37
Ómar, þessi vísa er mjög sönn. Það skilur enginn þrenningarkenninguna, Einar Sigurbjörnsson, sem kennir trúfræði í HÍ, segist ekki einu sinni skilja hana. Þrenningin er sannarlega vitleysa.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.6.2009 kl. 16:10
Takk fyrir síðast, Ómar.
Það sem þú segir í þessum pistli þínum er enn ein vísbending þess að Islam sé ekki trúarbrögð heldur stjórnmálaafl.
Sigurður Hreiðar, 3.6.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.