Vísir fær skömm í hattinn
4.6.2009 | 11:44
Vísir.is fær skömm í hattinn fyrir að segja frá 10 mánaða fangelsisdómi yfir Lalla Johns. Margir aðrir menn hafa fengið tíu mánaða dóma án þess að fá nafn sitt og mynd af sér í blöðin - en í þessu tilviki er auðvelt að sparka í liggjandi mann.
Ég minnist þess að á Mogganum í gamla daga var viðhöfð sú almenna regla að nöfn dæmdra manna væru því aðeins birt að dómurinn næði 18 mánuðum. Þessa reglu flutti ég með mér á Stöð 2 þegar hún fór í loftið - og þar, eins og á Mogganum, reyndist hún ágætlega.
Mér hefur sýnst að Mogginn geri orðið einhverjar undantekningar frá þessari reglu - önnur blöð virðast nota hina kunnu "hipsumhapp" reglu. Þannig er hægt að níðast á Lalla Johns með góðri samvisku.
Athugasemdir
Sammála.....þetta er bölvaður óþverri, á sama tíma sem þeir sem hafa sett þjóðina á hausinn eru ennþá kallaðir "athafnamenn"....! :-/
Snæbjörn Bj. Birnir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:35
Það er stundum eins og Lalli sé í einhvers konar "trúðshlutverki" að mati fjölmiðla. Reynt er að gera fréttir um hann að gamansögum. Hann hefur sennilega komið sér upp einhvers komar grímu sem brosir til okkar hinna. Hann hefur fengið hrikalega meðferð af hendi samfélagins og það er til stórrar skammar að honum skuli ekki bjóðast önnur húsakynni en fangelsi þessa lands.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.6.2009 kl. 21:12
Mér finnst þetta háalvarlegur dómur hann hefði átt að vera 10 ár. og Hólmfríður ég hef ekki gert Lalla neitt, einu kynni mín af honum eru þau að hann reyndi að brjótast inn í húsið mitt en braust inn í næsta hús þar sem ekki tókst í það sinnið að komast inn í mitt.
Dæmi um svipað sjónarmið: Tveir menn komu þar sem annar maður lá í blóði sínu og stundi.
Maður a: "VAAAÁ Rosalega hlítur manninum að líða illa". Maður b: "Já, eigum við ekki að hjálpa honum". Maður a: "Já, við skulum reyna að finna hann". Og hlupu í sitt hvora áttina til að leita að manninum.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 23:29
Nákvæmlega. Gott hjá þér Ómar að draga þetta fram. Þessi ógæfumaður hlýtur að eiga rétt á því að vera ekki nafngreindur fyrir afbrot. Þetta er til skammar fyrir visi.is.
Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:41
Rétt? Hann á rétt á því að hætta að brjótast inn, lumbra á fólki og þar fram eftir götunum, svo mikið er víst - og samborgarar hans eiga klárlega rétt á því segja frá því og heyra, ef hann hlýtur dóm fyrir slík afbrot, hvort sem fjölmiðlar hafa milligöngu um það eður ei.
Dómar eru birtir opinberlega, enda þarf sómasamlegt réttarkerfi að starfa fyrir opnum tjöldum. Viljiði frekar að fólk fari sjálft að bookmarka t.d. bloggara sem taka að sér að safna saman því innihaldi þeirra sem mest erindi á við almenning? Munið að þið eruð nú að tjá ykkur á geysilega öflugum nýmiðli sem er smám saman að minnka áhrif gömlu miðlanna og mun draga úr möguleikum þeirra til einokunar á skoðanamyndun, samræmdar þöggunar o.s.frv - og notið svo þann miðil til að reyna að renna stoðum undir hitt... :)
Eyjólfur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.