Rangt hjá RÚV
6.6.2009 | 14:02
Fréttastofa RÚV fær skömm í hattinn fyrir fréttirnar af 'heimkvaðningu' kínverska sendiherrans. RÚV fullyrti nokkrum sinnum að sendiherrann hefði verið 'kallaður heim' og gaf sér að það væri vegna heimsóknar Dalai Lama. Þetta var 'samkvæmt heimildum fréttastofu', eins og það var kallað.
Þetta hefur reynst rangt - og nú virðist komið á daginn að í stjórnkerfinu hafi legið fyrir upplýsingar, frá því viku fyrr, að Kínverjar hyggðust skipta út sendiherra sínum. Eða svo sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður í útvarpinu í morgun og hún er bæði í utanríkismálanefnd Alþingis og formaður félags Tíbetvina.
Þetta var svo etið upp af öðrum - nema Vísi.is, sem hafði fyrir því að hringja í sendiherrann og spyrja hann beint.
Ég hef hins vegar ekki orðið var við að RÚV hafi borið þessa röngu frétt til baka. Til að standa undir sínu 70% trausti þarf fréttastofan að skúra málið út. Og kannski að biðjast velvirðingar.
Athugasemdir
Fréttastofa RÚV var fyrst og fremst talsmaður þeirra sem "flutti inn " Dalai og svo voru krakkarnir á fréttastofunni að reyna að "skúbba" með sendiherramálið.
Trúðu þessu greinilega sjálf. Og það var enn að heyra á þeim í dag þó búið væri að reka þetta ofan í þau sem tómri vitleysu að sendiherrann hefð samt verið kallaður heim.
Eiður Guðna tekur á þessu hér
Það þarf að hreinsa til víðar en í bankakerfinu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.