Þjóðin er gullfiskur

Það er eins og hálf þjóðin sé gullfiskur. Minnið er ekkert.

Á liðnu hausti var orðið ljóst að við yrðum að borga okkur út úr þessu ólukkans IceSave máli. Sem óreiðumenn komu okkur í með stuðningi og leyfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokka (minnir að þetta hafi allt verið um garð gengið þegar Samfylkingin kom að borðinu) og var náttúrlega afleit staða. Helvítis fokking fokk, eins og sagt var.

Ef ég man rétt samþykkti þingið fyrir áramótin að við yrðum að taka þetta á okkur og að reynt yrði að leita samkomulags við Breta og Hollendinga. Þá var miðað við drög niðurstöðu sem lá fyrir og var snöggtum verri en sú sem nú er fengin.

Strax í haust var orðið ljóst að án lausnar á þessu skítamáli fengjum við hvergi hjálp - ekki hjá Rússum, Bretum, Ameríkönum, Norðurlandaþjóðunum eða Kínverjum. Klárið þetta mál fyrst, svo skulum við kannski tala við ykkur, var viðkvæðið. Klárið þetta eða etið það sem úti frýs!

Af hverju lætur fólk þá núna eins og að niðurstaðan komi á óvart? Hvaða skrípalæti eru þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg hjartanlega sammála þér.  Skaðinn var löngu skeður og núverandi ríkisstjórn er að reyna að lágmarka hann.  Furðulegt að fólk skuli ekki muna hvað gerðist á árunum 2006 - 2008 !  

Anna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er rétt að meiri hluti landsmanna er með lélegt minni og þá er þingmenn ekki undanskyldir. Svo er líka annað að í haust eða snemma í vetur komu fram þau alit frá þeim sem þekktu til málsins, að eingnir LB ytra færu langt með að greiða þessa skuld. Þeim fullyrðingum var auðvitað neitað af þeim svartsýnu, en nú er haft eftir sérfóðum í útlöndum að allt að 99% fáist upp í skuldina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.6.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er skylda stjórnvalda, hverju sinni, að lágmarka skaða - eftir megni.

Hið, fyrsta var þetta mál, ekki forgangsmál Nr. 1.

Það mál, er að ganga frá samningum, um uppgjör þrotabúa viðskiptabankanna gömlu, svo það komist á hreint hvert eigið fé þeirra er - svo þeir hætti að vera lamaðir, hvað útlánastarfsemi varðar.

Dráttur þessa máls, kostar fyrirtækin og einstaklinga, alveg gríðarlegar upphæðir á hverjum degi; og er sennilega, stærsta ástæðan fyrir því, að gengi krónunnar fellur.

Því, gengi gjaldmiðla, er ekkert annað en byrtingarmynd, stöðumats markaðarins, á stöðu viðkomandi hagkerfis hverju sinni. Gengið fellur, vegna þess að það stöðumat, er það að hagkerfið sé í sífelldri hnignun, um þessar mundir.

Þannig, ætti, lækkun krónunnar, ekki að koma neinum á óvart.

Engum, hefði gert til, hérlendis, þó svo Icesave málið, hefði beðið til hausts. Hver veit, ef Samfylkingunni hefði ekki legið svo á að ljúka því máli, þrátt fyrir gríðarlegan þjóðfélgsskaða af því að láta frágang bankamálsins dragast, hefði ef til vill - meira að segja - verið hægt að ná betri samningum.

Það segir sig sjálft, ef samnings-aðili, er mjög óþreyjufullur að ljúka tilteknum samingi, er niðurstaðan óhagstæður samingur - að öllu jafnaði. Þolinmæði, skilar oftast nær betri niðurstöðu, en óþolinmæði.

Þess vegna, slær ugg að mér, þegar Samfylkingin ætlar sér að semja fyrir Íslands hönd um ESB aðild, þ.e. að hve óþreyjufull hún er, leiði til slæms samnings, sem óníti svo málið til margra ára.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, ég vek athygli, að þó svo að samingur hljóði upp á, að lánið þurfi ekki að borga upp, fyrr en eftir 7 ár, berum við kostnað af vaxtagreiðslum upp á 35 milljarða á hverju ári.

Meira að segja, Jóhanna, viðurkennir, að mat sérfræðinga sveiflist frá 95% niður í 75%. Enginn, hefur sagt 99%, svo ég viti til. 25% væri 130 milljarðar.

Engin skoðanakönnun hefur farið fram á meðal sérfræðinga, um hvort meirihluti þeirra hallist nær hærri skalanum eða lægri.

Þetta er a.m.k. ekki á hendi, svo tómt mál að tala um það í dag.

Eitt er víst, að 35 milljarða viðbót við útgjöld ríkisins, bætir við þær fjárhæðir, sem ríkið þarf að skera niður.

Hafið í huga - að þrátt fyrir 20 milljarða niðurskurð, sem tilkynnt hefur verið um - er ríkissjóður nú, nettó með aukningu á halla um 15 milljarða - þ.e. hallinn er kominn í 185 milljarða, með þessari viðbót.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2009 kl. 22:09

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvernig getur þessi þjóð verið á hausnum? Hér á blogginu rísa talnaspekingarnir í búntum sem allir hafa sínar tölur á hreinu og það hvernig þeim sem mikill meiri hluti þjóðarinnar treysti best fyrir að moka flórinn, vaða nú bara villu og svíma.

Þetta er ekki gullfiskasyndrome heldur móðursýki í bland við Kleptomaníu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 22:34

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég dreg í efa að mikið skárri niðurstaða hefði fengist með því að streitast við í þessu máli til haustsins.

Þegar farið er yfir yfirlýsingar Geirs Haarde í haust og einnig Steingríms J. sést hve illa þeir gerðu sér grein fyrir raunverulegri stöðu málsins og stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna.

Þeir hefðu átt að upplifa það sem ég gerði vestur í Bandaríkjunum að vera atyrtur fyrir þjóðerni mitt vegna þess að Íslendingar væru skúrkar sem borguðu ekki.

En sú setning Davíðs Oddssonar var margspiluð í sjónvarpi vestra og hún skaðaði okkur um allan heim.

Þessa ímyndarbaráttu verðum við að vinna, þótt það taki tíma. Kostirnir í stöðunni eru allir arfaslæmir, líka sá sem nú hefur orðið ofaná.

En hann er sá skásti í stöðunni líkt og samningarnir sem gerðir voru við Breta eftir útfærslurnar í 12 og 50 sjómílur. Þeir gáfu frest til að undirbúa næstu skref í langhlaupi sem endaði með fullum sóma og sigri eftir fjórar þorskadeilur og þrjú þorskastríð.

Ómar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Auðvitað var það löngu vitað að við yrðum að borga þetta. Allt annað var bara lýðskrum.

Svala Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - þú missir af aðalpunktinum, sem var sá, að betra hefði verið að bankamálið hefði haft forgang 1.

Fyrirtæki landsmanna, hefðu ekki verið í hættu að fara á hausinn í unnvörpum, né fjölskyldur landsmanna. Á sama tíma, veldur dráttur þess, að ljúka uppgjöri bankanna - hvoru tveggja, fjölskyldunum og fyrirtækjunum, skaða og það fyrir hvern dag sem lok þess uppgjörs dregs.

Ég er alveg sannfærður um, að bankamálið er okkar stærsti efnahagsvandi, um þessar mundir. Þ.s. gengi gjaldmiðla, er byrtingarmynd stöðumats markaðarins á gengi viðkomandi hagkerfis, þá eru að mínu mati, augljós tegngs milli efnahags-skaða, sem dráttur úrlausnar bankamálsins veldur og falls gengis krónunnar. Í reynd, sé það fullkomlega eðlileg afleiðing, þessa viðvarandi efnahagsskaða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2009 kl. 00:42

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Látið ekki svona, voru það ekki vg og sf sem komu okkur í þennan bobba ?

Jú stór hluti þjóðarinnar hefur sannarlega gullfiskaminni.

Framganga Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í dag, bera vott um fullkomið siðleysi, ábyrgðarleysi, og eins og góður maður sagði einhverntíma : Skítlegt eðli.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 01:24

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Og átti þa einstaklega vel við þann sem hann talaði um þá, og ekki síður í dag.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 12:09

11 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ég held að "gullfiskaminnið" hafi lítið með þessi mál að gera.  Í dag á varla að skipta máli hverjir "komu okkur" eða "komu okkur ekki" í þessa stöðu, þannig verður málið ekki leyst. 

Það er eins og margir geri sér einfaldlega ekki grein fyrir raunverulegri stöðu "þjóðarbúsins" eða hafi ekki skilning á henni, enda kannski lítið farnir að finna fyrir henni enn.  Sorglegast er að hlusta á pólitíska þrasið.  Þessi hrikalega staða á eftir að bíta enn fastar og þá fara örugglega fleiri að rumska.  Þeir sem aðeins hafa fundið fyrir smá "narti kreppunnar" fara brátt að æpa og sennilega hærra en þeir sem hafa þegar fundið fyrir "föstu biti kreppunnar".  Mannskepnan eru nú einu sinni þannig að henni er nokkuð sama um "stöðu" nágranna sinna og spáir lítið í "væl" þeirra, fyrr en kemur að því að kreppan fer að bíta í þá sjálfa.   

Páll A. Þorgeirsson, 7.6.2009 kl. 12:53

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að margir séu bara að tjá reiði sína yfir öllu hruninu með viðbrögðum sínum. Hvaða ríkisstjórn sem er hefði samið í málinu. Og margir orðið sárir og reiðir.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 18:32

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður skilur reiði almennings Sigurður, og auðvitað hefði hver sú stjórn sem sæti, þurft að semja um greiðslur, en núverandi stjórnarandstaða getur ekki leyft sér að fara nokkrum þrepum neðar, og haga sér eins og ábyrgðarlausir hálfvitar.

Það er gjörsamlega óásættanlegt og sæmir ekki siðmenntuðum samfélögum.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 18:54

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Viðbót.

Hvað sögðu Sjalfstæðismenn í stjórn með SF ? Það kom ekkert annað til greina en að semja og borga. En ókey Sjálfstæðismenn eru ekki í stjórn, fúlir og niðurlægðir, og þá er allt í lagi að vera ábyrgðarlaus og jafnvel tala um að við þurfum ekki að standa skil á ríkisábyrgum skuldbindingum.

Erum við síðan hissa á því að spilling og siðleysi hafi grasserað meðan þessi flokkur hefur setið í stjórn ?

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 19:03

15 Smámynd: Smjerjarmur

ÉG er eflaust með snert af gullfiskaheilkenninu eins og aðrir, en ég sá í blöðunum tölur um skuldasöfnun Icesave og var helst að sjá að megnið að þessu hefði hlaðist upp í tíða stjórnar samfylkingar og sjálfstæðisflokks.   Ég er ekki að gera lítið úr hlut framsóknar, sem er ótrúlegur miðað við fólksfjölda eins og fleira hér á landi.  Þið fjölmiðlamenn sem tjáið ykkur hér ættuð líka að velta því fyrir ykkur af hverjur fjölmiðlar voru fullir að fréttum af ástarlífi Lindsey Lohan með öll þessi vitleysa var í gangi fyrir framan nefið á ykkur.  Þvílíkir fjölmiðlar!

Smjerjarmur, 7.6.2009 kl. 21:16

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með Samjer, Þáttur fjölmiðla var með þvílíkum eindæmum, að maður gapir.

Og ekki hafa þeir batnað.

Nú er svo komið, að maður er hættur að reikna með þeim hvað varðar gagnrýna umfjöllun, svo ekki sé minnst á rannsóknarblaðamennsku.

Það eru gleggri og skýrari fréttir um ástandið hér í Dönsku dagblöðunum.

hilmar jónsson, 7.6.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband