Gunnar skilur ekki eða vill ekki skilja

Það kom fátt á óvart í viðtölum við bæjarstjórann í Kópavogi í kvöld. Hann hefur ekkert rangt gert og vísar á hina og þessa um einstök atvik þess skítamáls sem nú er uppi í bænum: fyrirtæki dóttur hans og tengdasonar hefur fengið talsverðar greiðslur fyrir að vinna (og vinna ekki) verkefni sem ekki var úthlutað eftir reglum.

Kostulegast af öllu var að heyra hann segja að afmælisbæklingurinn umtalaði og hálfkláraði væri tilbúinn, það ætti bara eftir að skrifa í hann textann! 

Það verður ekki tekið af Gunnari Birgissyni að hann er dugnaðarforkur. En hann ætti samt að fá sér aðra vinnu. Annaðhvort skilur hann ekki ábyrgð sína, sem væri næg ástæða til að vera eitthvað annað en bæjarstjóri, eða þá að hann vill ekki skilja hana. Sem er jafnvel verra. 

Með því að neita að bera ábyrgð sjálfur er hann í raun að segja að starfsmenn bæjarins séu slíkar gungur að þeir hafi ekki þorað annað en að láta 'dótturfélagið' komast upp með vond og dýr vinnubrögð og haldið áfram að borga alla reikninga sem bárust. 

Varla vilja embættismenn bæjarins sitja undir því - enda ekki ástæða til. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hann skilur ekki!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE,já slæmt er það,en ég var að lesa hér blogg hjá Óðinn Þ.Þar sem hann skammar Guðríði,og segir hana ekki hafa gert neitt fyrir bæinn,en Gunnar væri búinn að gera mjög margt gott síðustu 19 ár,??gott að hann eigi stuðningsmann í Kópavogi,en það er rétt,Gunnar er dugnaðarforkur það verður ekki tekið af honum,en er það ekki einum of að skaffa dóttur sinni verkefni fyrir 49 miljónir og hún klárar ekki verkefnin sín,??? er hann ekki búinn að fyrirgefa það að vera bæjastjóri lengur,??eða vill fólk hafa hann áfram,vegna þess að hann er búinn að gera svo margt gott fyrir bæinn,???kannski lofar hann Kópavogsbúum að eyða bara 45 miljóna í fyrirtæki dóttur sinnar og dreifa því á marga reikninga og kannski fá tví borgað,en honum er fyrirgefi,hann er búinn að gera svo margt gott,enda litríkur stjórnmálamaður með góðan húmor,ja Guðríður mín,nú er boltinn hjá þér,??ekki gera neitt í tíu ár,Gunnar lofar að nota bara 45 miljónir í þessi tíu ár,málið dautt,takk fyrir.HA HA HA HE. kær kveðja. Konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 9.6.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Gunnar er haldinn sömu veiki og Geir Haarde eftir hrunið - hann er ekki búinn að laga til eftir sig og sína og svo finnst honum enginn hæfari.     Það þarf jú að hylja óhroðann og helst þekja yfir hann!

 Ragnar

Ragnar Eiríksson, 9.6.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband