Kjánagangur Jónasar

Þetta er nú meiri dellan með að Sigríður Benediktsdóttir eigi að víkja úr rannsóknarnefnd Alþingis. Og ennþá hlægilegra er að krafan skuli koma frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem var langt um síðir látinn fjúka fyrir sinnuleysi og druslugang í starfi.

Það er sosum skiljanlegt að Jónas sé fúll yfir málalokunum og að hann sé spyrtur saman við þá sem komu þjóðinni á aumingjahæli fallinna hagkerfa. En að kvarta í fullri alvöru yfir því að almæltur sannleiki sé reifaður í skólablaði vestur í Ameríku er meira en kjánalegt.

Jónas hefði betur reynt að koma í veg fyrir að fjárglæfrarnir allir fengju að eiga sér stað þegar það var hlutverk hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er Jónas ekki meðal þeirra sem munu sæta rannsókn. Hann vill auðvitað koma þeirri manneskju burt sem veit mest um málið.

Finnur Bárðarson, 10.6.2009 kl. 17:23

2 identicon

Það skyldi þó ekki vera gamla sagan: Það tekur enginn eftir þessum tveim nóbodís sem eru í nefndinni, heimóttarlegir og pottlokin í höndunum þegar höfðingjarnir fara hjá. Glæsileg ung kona með yfirburðaþekkingu fram yfir þá tvo og í stöðu sem þeir fá aldrei....Það að vera formaður í rannsóknarnefnd af þessu tagi og taka við væli frá Jónasi Fr. vegna fréttaskýringa í háskólablaði og ætla að gera eitthvað með það! Svona aular eiga að segja af sér......

Helgi Pétursson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Rétt hjá þér Ómar.sammála þér og Finni.

Jóhannes Guðnason, 10.6.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband