Netanyahu er bulla

Það er létt í vasa fyrir Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að segjast geta fallist á sjálfstætt ríki Palestínumanna svo framarlega sem það verði vopnlaust ríki um alla framtíð og að Palestínumenn hafni Hamas-samtökunum í eitt skipti fyrir öll.

Vitaskuld er þetta ekki marktækt útspil enda bull sett fram í blekkingarskyni.

Ekki myndi ég vilja stofna sjálfstætt ríki við hlið herveldisins Ísraels og heita því að vera vopnlaus alla tíð. Reynslan sýnir að það er ekki vænlegt.

Og að hafna Hamas, samtökum sem sigruðu lýðræðislegar kosningar á  með yfirburðum, er álíka fráleit hugmynd - sama hvað haukunum í Ísrael eða á Íslandi kann að finnast.

Netanyahu er manna ólíklegastur til að koma á friði á hernumdu svæðunum. Hann ætti að fjúka miklu fyrr en Hamas.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst þetta allt í lagi ef Ísrael myndi líka afvopnast. Góð lausn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Páll Jónsson

Þarf ekki Hauka til að vera gegn Hamas, það er nóg að lesa þeirra eigin stefnuskrá.

En það er andskoti flókið mál þegar menn kjósa viljandi yfir sig svona skepnur.

Páll Jónsson, 14.6.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf heldur ekki hauka til að vera gegn hinum harða Zíonisma sem er undirrót ástandsins í Palestínu.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2009 kl. 22:09

4 Smámynd: Páll Jónsson

Sammála því, og það er algjör skandall að þessi ríkisstjórn sé við völd í Ísrael núna.

En það má ekki hunsa harða "íslamismann" sem hefur sprottið upp sem svar við því. Ég hef aldrei keypt þá hugmynd að Islam sé ofbeldisfyllri en önnur trúarbrögð (hefur fólkið sem segir slíkt virkilega kynnt sér hroðann sem þeirra eigin trúarbrögð boða?), en það verður að berjast gegn bókstafshyggju, í hvaða mynd sem hún birtist.

Páll Jónsson, 15.6.2009 kl. 00:48

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hroki Ísraelsmanna er þeirra veikleiki og þessi málfluttningur sýnir hvorki samningsvilja né skynsemi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.6.2009 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband