Minna væl

Getur verið að við vælum of mikið? Að kreppan sé ekki eins slæm og af er látið? Mig er farið að gruna þetta ansi sterklega. Nokkur dæmi:

  • Nýjar athuganir Seðlabankans sýna að það eru tiltölulega fá heimili í landinu sem eru í alvarlegum vanda og að þau sem eru í mestu klandri sitji uppi með dýr neyslulán.
  • Miklu færri fyrirtæki en spáð var í byrjun árs eru raunverulega farin á hausinn.
  • Mikill meirihluti námsmanna hefur fengið vinnu í sumar.
  • Einstakar stéttir iðnaðarmanna vantar fólk í vinnu - nú síðast var sagt frá því að skortur væri á málurum. Sjálfur hef ég lent í erfiðleikum með að fá iðnaðarmenn í smáverk sem ég ræð ekki við sjálfur.
  • Kaupmenn eru ekki mikið að kvarta - og ekki er að sjá í verslunum að skortur sé á nauðsynjum.

Ég efast ekki um að við verðum lengi að bíta úr nálinni með bankahrunið og leyfi mér að efast um að mikið endurheimtist af því fé sem talið er að skotið hafi verið undan. Ég er, eins og flestir, hundfúll yfir IceSave reikningnum en er jafn sannfærður um að við komumst ekki hjá því að borga (annars gæti verið fróðlegt að senda formann Framsóknar - þennan sem virðist hafa dottið á höfuðið - til London og láta hann koma heim með betri samning).

Kannski væri ráð að væla minna og leggjast frekar á árarnar með þeim sem hafa eitthvað raunhæft til málanna að leggja. Eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Seðlabankinn er svona álíka traust heimild og DV.

Að miklu færri fyrirtæki séu farin á hausinn stafar nú held ég af aðgerðaleysi bankanna, sjá t.d. Soffanias Cecilson í Grundarfirði -ætlar einhver að segja það fyrirtæki í lagi?

Svo held ég nú að flestir hafi skuldsett sig miðað við tekjur og ekki annarra að flokka lánin í spánarlán, bílalán, eða húsnæðislán.

Aðalvandinn er að það hafa mjög fáir hugmynd um hvað þeir skulda.

Hinsvegar alveg rétt að allt of margir eru fastir í fortíðinni. Það bjargar þessu enginn fyrir okkur -við verðum að gera það sjálf.

Björn Finnbogason, 15.6.2009 kl. 10:39

2 identicon

Ertu búsettur á Íslandi núna? Ertu ekki meira og minna búinn að vera staðsettur í útlöndum síðustu árin?

Varstu ekki að vinna fyrir einhverja hjálparstofnun erlendis eða eitthvað?

Átt þú fyrir mat Ómar? Ef svo er: Til hamingju með það.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Gengið hefur fallið um 50%.

Útflutningstekjur okkar af sjárvarafurðum í evrum hefur fallið um 33%.

Skera þarf ríkisútgjöldin á næstu þrem árum þannig niður að það samsvarar því að segja þarf um þriðja hverjum ríkisstarfsmanni.

Fasteignamarkaðurinn er frosinn. Það er hægt að telja á fingrum annarrar handar þá húsgrunna sem teknir hafa verið hér á Höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu.

Smásala hefur dregist saman um 50% til 95% eftir greinum.

Það eina sem fólk kaupir í dag er matur og bensín á bílinn.

Ég er sammála þér Ómar, ég skil ekki þetta væl í fólki.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað hrekkur fólk við þegar skuldir þess hækka upp úr öllu valdi. Það gerði fólk líka þega verðtrygginin var sett á í bullandi verðbólgu á 9. áratugnum. Athugun Seðlabankans sýnir að verulega er gefið í við fréttir af vanda heimilanna í landinu. Það er alltaf hópur sem kann ekki fótum sínum forráð, en hann er þó mikill minnihluti sem betur fer

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.6.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband