Siđferđi og vitjunartími

Kröfur um betra siđgćđi í opinberri stjórnsýslu eru smám saman ađ bera árangur. Framsóknarmenn í Kópavogi eiga skiliđ klapp á öxlina fyrir ađ hafa ekki látiđ ađ vilja eiginhagsmunaseggjanna í fulltrúaráđi Sjálfstćđisflokksins í bćnum og stađiđ fastir á ţeirri kröfu ađ Gunnar Birgisson víki úr bćjarstjórastólnum.

Eiginhagsmunaseggirnir vilja ekki skilja ađ krafan um brotthvarf Gunnars er fyrst og fremst sprottin af siđferđilegum rótum. Hann er ekki lengur hafinn yfir grun eins og bćjarstjórar eiga ađ vera. Engu máli skiptir ţótt hann hafi fengiđ lögfrćđiálit um ađ lög hafi ekki veriđ brotin. 

Gott hjá Framsókn - og gott hjá Gunnari ađ ţekkja sinn vitjunartíma, ţótt seint sé.

En siđvćđingin á enn langt í land. Ţađ er í sjálfu sér ekkert undarlegt ţótt Halldór Ásgrímsson segi nú ađ einkavćđing bankanna hafi ekki veriđ mistök - einhvern veginn verđur hann ađ verja sig og afglöp sín. 

Og kannski er rétt hjá Halldóri ađ einkavćđingin hafi út af fyrir sig ekki veriđ mistök. Afglöpin fólust fyrst og fremst í hvernig ađ einkavćđingunni var stađiđ: helmingaskiptaflokkarnir Framsókn og Íhald skiptu bönkunum á milli sín, eins og ţeir hafa skipt flestu öđru á milli sín mestallan lýđveldistímann. Kannski ekki undarlegt ţótt núverandi stjórnendur ţessara flokka láti eins og ţeir láta - ţađ er búiđ ađ hrekja ţá frá kjötkötlunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ţeir eru ekki mjög dannađir drengirnir sem nú stýra gömlu kjötkatlaflokkunum. Bjarni Ben er ţó sínu gćtnari međ hendur sínar, ég hef ekki séđ hann berjast um á rćđustól Alţingis eins og Sigmund Davíđ.

Tek undir međ ţér međ Kópavoginn, ţar er veriđ ađ moka og ţađ er gott. Ţetta varar kannski einhverja viđ sem hafa fariđ óvarlega. Ţađ er sem sagt ađ koma betur og betur í ljós ađ ţađ er vont ađ brenna sig á kjötkötlunum og ég tala nú ekki um ađ detta í ţá eins og sumir virđast hafa gert

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 19.6.2009 kl. 00:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband