Burt með þetta pakk!

Ekki batnar ástandið í Kópavogi - nú gæti farið svo að nærri hálf bæjarstjórnin lendi í tukthúsi fyrir að fara óvarlega með lífeyrissjóð starfsmanna! Það hlýtur að þurfa eitthvað meira en óljósar grunsemdir til að ráðherra setji stjórnina af og málið sent lögreglunni til rannsóknar.

Hvað er eiginlega með þetta fólk?!

Og hvernig stendur eiginlega á því að fjórir af fimm stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar koma úr bæjarstjórninni? Sá fimmti er bókari á skrifstofu bæjarstjórnarinnar! 

Er það nema furða þótt stjórnarsetar hafi talið sig geta farið með sjóðinn eins og þeim sýndist!

Burt með þetta pakk allt saman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi Bjarni Ben vita af þessu eða er hann búin að setja upp blindingagleraugu sjálfstæðismanna enn eina ferðina.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:47

2 identicon

Ekki hissa þó þér blöskri. Veit löggan þetta?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er ekki nema von að lífeyrinn sé skertur hjá fólki þegar stjórnendur sjóðanna fara með þetta eins og sitt eigið fé ,lífeyrissjóður verslunarmanna nú starfsmanna í Kópavogi. Hvar eru meiri svona skandalar í gangi sem ekki hafa komið upp á yfirborðið.Mín skoðun er sú að það þurfi að sameina alla lífeyrisjónina í einn stóran öflugan sjóð,ætlum við aldrei að átta okkur á því að með stærri sjóð er ávöxtunninn betri.

Nú eiga þessir menn að segja af sér opinberu starfi sem hafa verið kærðir til lögreglu ,og hafa manndóm í sér til að gera það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 20.6.2009 kl. 09:42

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er margt of sagt. Engin hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé. Lífeyrissjóðurinn var með laust fé sem hann þurfti að ávaxta um stundarsakir og lánaði bænum.

Það mun aftur á móti rétt að lánveitingin eins og ég skil hana fór yfir 10% mörkin en bæjarfulltrúar eru væntanlega að halda bænum gangandi hafa reiðufé til að borga laun og þess háttar. Ég hef náttúrlega fyrirvara á ef eitthvað óhreint  mjöl er í pokanum sem ekki eru kunnar á þessu stigi málsins.

Fjármálaeftirlitið vill ekki taka áhættu og er þessi aðgerð svo sem skiljanleg en það má ekki dæma fyrr en allir þættir málsins eru komnir fram. Þeir verða nú víða erfiðleikarnir hjá sveitarfélögum.

Kenning  um stærðarhagkvæmnina er fallin. Skellurinn verður alltaf stærri eftir því sem einingin sem fellur er stærri.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.6.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér er fullyrt að farið hafi verið "óvarlega með lífeyrissjóð starfsmanna".  Málið er að ekkert bendir til þess að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast.  Það var aftur farið á svig við lög og fjárfestingastefnu sjóðsins.  Mér finnst þetta vera pínulítið eins og læknir væri kærður fyrir að hafa ekki farið að lögum um persónuvernd við það að bjarga lífi sjúklings vegna þess að hann nýtti sér upplýsingar sem hann átti ekki að búa yfir.

En það hafa ekki allar upplýsingar komið fram ennþá og erfitt er að skilja málið fyrr en allt liggur upp á borðinu.

Marinó G. Njálsson, 20.6.2009 kl. 18:08

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er alveg rétt að enginn hefur verið ákærður og á meðan eru allir saklausir. En að ráðstafa lífeyrissjóði starfsmanna bæjarfélags í blóra við lög og reglur hlýtur að teljast 'óvarlegt'. Þeir sem hafa betra vit á þessu en ég líta málið a.m.k. svo alvarlegum augum, að stjórn sjóðsins hefur verið sett af og málið kært til lögreglu. Enda getur ekki verið eðlilegt að þeir sem sýsla með fjármuni sitji beggja vegna borðsins, eins og var í þessu tilviki - jafnvel þótt stjórnin hafi talið sig vera að vinna af heilindum. Það verður að gera slíkar kröfur til allra í opinberum stöðum, ekki bara þeirra sem maður er ósammála.

Ómar Valdimarsson, 21.6.2009 kl. 00:27

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta dæmi sannar enn og aftur að sameining lífeyrissjóða er algjör nauðsyn.Þá er ég að tala um að steypa þeim öllum saman og setja þeim faglega stjórnendur ásamt fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.6.2009 kl. 03:45

8 identicon

Það er lífsnauðsynleg krafa að sameina sjóðina í einn stórann. Þar eiga EKKI að sitja einhverjir útvaldir embættismenn eða atvinnurekendur, heldur eigendur sjóðanna, þ.e. fólkið, sem fær greitt úr þeim.

Í stjórn sjóðsins á að vera fjölmenn svo þetta verði ekki klíka örfárra manna eins og nú er. Lámark 20 - 30.

Skylda á að vera að birta fundargerðir á vef sjóðsins jafnóðum eftir stjórnarfundi.

Nú er uppi krafa um að ífeyrissjóðirnir eigi að koma skuldsettum fyrirtækjum til hjálpar og sumir vilja jafnvel breyta lögum þannig að þeir fái að fjárfesta MUN hærra hlutfalli af eigum en leyft er í dag, í sprotafyrirtæki! Hverjum skyldi hafa dottið það í hug? varla eigendum sjóðanna?

Þetta er stórhættuleg þróun. Því skyldu lífeyrissjóðir fjárfesta í sprotafyrirtækjum, sem eru einhverjar áhættusömustu fjárfestingar sem til eru!

Nei takk segi ég - ekki fyrir minn pening.

En í skuldugum fyrirtækjum? Kannski einhverjum örlitlum hluta en þetta eru peningar sem við eigum að hafa í ellinni og það verður bara að vera hægt að treysta því að þeir séu til staðar fyrir eftirlaunaþega.

Eins og horfir með greiðsluna á IceSave held ég ekki að ríkið verði aflögufært þegar afborganir á þeim hryllingi hefjast.

Margrét (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 06:17

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er ekki sjálf gefið að fá vexti af sparifé. Til þess þarf einhver að sjá sér hag í því að taka lán og framleiða verðmæti.

Í kreppu fækkar tækifærum og öryggi að ávaxta sparifé.

Það er rétt að að meira þarf að vera um það að sjóðsfélagar séu í stjórnum lífeyrissjóðanna. 

Með lögum um lífeyrissjóði hefur sjóðsfélögum veri gefinn réttur til að sitja ársfundi sinna lífeyrissjóða með málfrelsi og tillögurétti. Ég hef stundum sótt ársfundi m.a tveggja lífeyrissjóða sem ég á réttindi í. Þar hafa sárafáir mætt.

Ég held að alþýða manna ætti að drífa sig í því að taka þátt öllu félagskerfi sem snýr að þeirra hagsmunum.

En til þess þarf fólk náttúrlega að hafa alvöru kosningarétt á öllum sviðu þjóðlífsins, þar sem hagsmunir þess liggja.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.6.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband