Prump er bara prump

List og klám eiga það sameiginlegt að hvort tveggja er erfitt að skilgreina – en allir þekkja það þegar þeir sjá það. Og stundum verður list að klámi – en ég er ekki eins viss um að klám geti verið listrænt. Þótt það sé reynt að narra mann með því að setja klámið í spariföt uppskrúfaðrar erótíkur.

Það gerist ekki oftar en ég kæri mig um – en mér finnst allt of oft reynt að narra mig á listasviðinu: telja mér trú um að eitthvað sé list sem er í rauninni bara í besta falli fúsk en aðallega bjánagangur. Ég hef talsvert sótt af málverkasýningum undanfarin ár og fæ of oft á tilfinninguna að þarna sé verið að reyna að narra mig með illa gerðum verkum sem verða til undir ruglingslegri hugsun, eða jafnvel engri.

Þórður Grímsson myndlistarmaður er í hópi þeirra sem er búinn að fá nóg af þessu ‘prumpi’ öllu (hans orðalag), ekki síst yfirgengilegum vitleysisgangi á Tvíæringnum í Feneyjum þar sem Ragnar Kjartansson málar sömu myndina af manni með bjór og sígó í sundskýlu (á kostnað ríkisins!) í sex mánuði samfleytt. Þórður hefur skrifað tvær skeleggar greinar um þetta í Moggann og Fréttablaðið.

Ég veit ekkert um Þórð Grímsson en hann á þakkir skildar fyrir að láta ekki eins og listaklámið sé list. Það er bara oflæti, prump og vitleysa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

""Þótt það sé reynt að narra mann með því að setja klámið í spariföt uppskrúfaðrar erótíkur."

Þetta er ein besta setning sem ég hef séð lengi

Dúa, 28.6.2009 kl. 20:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ragnar Kjartansson er prump. Tími til kominn að maðurinn fari að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

man eftir þætti á Skjá einum, fyrir mörgum árum. hann hér Taxi og þar var tóku hinir og þessir viðtöl við hina og þessa. yfirleitt. eða alltaf þekktust viðkomandi.

í einum þættinum voru Gísli Rúnar, sonur hans Björgin, ásamt Ragnari Kjartanssyni. þar kom fram að Ragnar var kallaður Rassi prump, í æsku, eða hvort hann kallaði sig það sjálfur.

Brjánn Guðjónsson, 29.6.2009 kl. 02:10

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég get samt ekki samþykkt það að list snúist um aðeins líkingarmál. Vissulega er stor hluti listar líkingarmál en hún getur líka verið t.d fagurleg eðlis og að framkvæma hið óframkvæmanlega. Ritlist snýst oft t.d um nákvæmlega engar myndlíkingar- heldur að draga fram eins raunsætt myndform og unt er. Mér finnst fáranlegt að menn varpi svona fullyrðingu fram, Því þá er hún er engan vegin tæmandi eins og með dæmum sem ég hef nefnt hér að ofan.

 Mér finnst því Þórður þessi taka full mikið ofan í sig með þessari alhæfingu þó svo að mér finnst Ragnar vera meira skemmtilega flippaður persónuleiki frekar en stórbrotin listamaður.  

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2009 kl. 04:01

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að segja... AÐ listamenn hugsa oft miklu meira um að framkvæma hugmynd sem aldrei hefur verið framkvæmd áður.

Brynjar Jóhannsson, 29.6.2009 kl. 04:03

6 identicon

Það má virða það við Ragnar að þó hann virðist ekki geta rætt um verk sín við fréttamenn á skilvirkan hátt , þá getur hann alltaf skapað umræðuvettvang fyrir úrtölumenn jafnt sem meðmælendur

Ég tel að öll umræða um verk Ragnars sé hluti af hans "listaverki"

kjartan (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:01

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Heildarkostnaður við þátttöku Íslands er 51 milljón. Ríkið greiðir helminginn og styrktaraðilar greiða víst hinn helminginn. Ragnar útbjó víst eitthvað myndbandsverk sem rúllar á sjónvarpsskjá þarna niðurfrá, en varla kostaði það milljónir í vinnslu. Þetta er mikið í lagt. Þarf að borga hótel og dagpeninga á diplómatakjörum fyrir mennina tvo í sex mánuði?

Segjum sem svo að við borgum þeim 400 þús ISK hvorum á mánuði og leigjum eina íbúð á 1200 EUR á mánuði, þá ætti uppihald samt ekki að kosta (með launatengdum gjöldum) nema ca. 7.2 milljón ISK í sex mánuði (og þættum sumum nóg!) En þetta kostar sjö sinnum meira.

Hvort sem okkur finnst þetta merkileg list eða ekki þá er þetta fjandi dýrt spaug.

Skeggi Skaftason, 29.6.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband