Spor í rétta átt
30.6.2009 | 20:31
Það fór ekki vel á því á dögunum þegar svo virtist sem ekki ætti að birta sjálfan samninginn en svo rofaði til. Mér þykir líklegt að í upphafi hafi ráðið rótgróin lenska í stjórnkerfinu til að birta ekki fremur en hitt, en þá hafi Jóhanna og kó áttað sig og snarendis ákveðið að birta allt klabbið. Ég vona a.m.k. að svo hafi verið.
Markverðar breytingar verða yfirleitt ekki gerðar í hendingskasti, það tekur tíma fyrir fólk og stofnanir að kyngja og innleiða ný vinnubrögð.
Jóhanna virðist vera búin að átta sig og er að taka upp nýja siði. Vinnuhópur sem hún hefur skipað til að fara yfir upplýsingalögin eru til marks um það.
Hópurinn ætti að hafa eitt meginmarkmið: að birta skuli allt sem máli skiptir. Að birta ekki ætti að vera fágæt undantekning.
En enginn ætti að láta sér detta í hug að IceSave-pappírar sem verða aðeins afhentir þingmönnum muni ekki finna sér leið til almennings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.