Pólverjana í gám

Konan mín er með hugmynd um hvað eigi að gera við pólsku innbrotsþjófana sem nú eru að fylla öll gæsluvarðhaldspláss Reykjavíkurlögreglunnar. Hún vill setja þá í gám og senda þá aftur heim til Póllands. Þeir koma óorði á fyrirmyndar Pólverja sem hér búa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ég er margoft búinn að benda á þessa lausn, kannski að stjórnvöld fari að kveikja á þessu. Þetta er fljótlegt og ódýrt. Og svo utanáskriftin.

Gdansk "Greiðist við afhendingu ".

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:19

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er að verða all rosalegt..

hilmar jónsson, 11.9.2009 kl. 22:22

3 identicon

Takk fyrir kveðjuna um daginn Ómar. Það er vissulega orðið langt um liðið.

Datt í hug að benda á í sambandi við þessa gámahugmynd, að Pólverjar eru margir hverjir ekki ókunnugir gámum, en þeir hafa í sumum tilfellum verið útbúnir sem vistarverur fyrir þá. Að senda þá yfir hafið í slíku íláti væri hins vegar ekki mjög kristilegt. Í ljósi framferðis sumra þeirra þá er hins vegar ekki skrítið þó hugmyndin sé sett fram og hún falli einhverjum í geð. Tek fram að kynni mín af Pólverjum, sem reyndar hafa ekki verið mikil, hafa verið afar góð.

Kristinn Jens Sigurþórsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 01:13

4 identicon

Ég vil að þeir verði dæmdir í útlegð, þ.e að þeir fái ekki að koma inn í landið. Ég sé enga ástæðu til að vera að halda þeim hér uppi í íslenskum fangelsum fyrir íslenska skattpeninga.

Hér á landnámsöld voru menn dæmdir í útlegð og voru réttdræpir hvar sem til þeirra náðist.

Ég hálf vorkenni hinum góðu Pólverjum og Litháum sem eru að verða fyrir áreiti Íslendinga vegna þess óorð sem fáir landar þeirra hafa komið á þá.

Í góðærinu meðan við, Íslendingar vorum svo uppfullir að líta upp til útrásarvíkinganna, og monta okkur af háu menntastigi, voru fluttir inn í tonnatali Pólverjar, Litháar, Portúgalar og fleiri þjóðir til að vinna skítverkin sem við litum ekki við. Það voru stofnaðar vinnumiðlanir sem sáu um að flytja þá inn. Þeim voru borguð oft á tíðum lúsarlaun, þannig að það er ekkert skrítið að það læðist inn einn og einn misjafn sauðurinn.

Kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 06:59

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er auðvitað rétt hjá Kristni í Saurbæ að þetta er ekki kristileg hugmynd og í rauninni ekki falleg enda sett fram í hálfkæringi og sem frekar misheppnaður brandari. En hugmynd Rafns gengur heldur ekki upp: menn eiga að taka út refsingu sína þar sem þeir hafa brotið af sér nema stjórnvöld ríkjanna beggja (þ.e. heimalandsins og landsins þar sem brotið er framið) komist að samkomulagi um annað. Manni sýnist til dæmis að slíkt sé í uppsiglingu gagnvart Brasilíu - að brasilíski morðinginn sem hér situr í gæsluvarðhaldi verði sendur heim til að klára refsinguna sem hann strauk frá og í staðinn verði íslenskir brotamenn í brasilískum fangelsum sendir heim.

Ómar Valdimarsson, 12.9.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

...og svo sé ég að í dag er prýðileg umfjöllun um þessi fangaskipti í Mogganum. Mæli með henni fyrir áhugasama.

Ómar Valdimarsson, 12.9.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband