Að þekkja sinn vitjunartíma
12.9.2009 | 22:22
Það var virðingarvert af fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans að ákveða strax að fara úr ráðinu eftir að uppvíst varð um aukadjobbið sem sýnist hafa verið í beinni andstöðu við hlutverk bankans. Löglegt eða siðlaust - látum það liggja á milli hluta: mestu skiptir að nú um stundir má ekkert það koma upp sem dregur úr trúverðugleika Seðlabankans. Magnús Árni þekkti sinn vitjunartíma.
Og fyrst ég er farinn að hugsa um trúverðugleika og pólitík: óskaplega er raunalegt að fylgjast með Borgarahreyfingunni sem er komin í dauðateygjurnar áður en hún er almennilega komin af fósturstiginu. Það hefðu einhverntíma þótt fréttir til næsta bæjar ef þingmenn - t.d. Sjálfstæðisflokksins - hefðu neitað að taka mark á rétt gerðum lagabreytingum og hótað að segja sig úr flokknum ef ekki væri farið að kröfum þeirra!
Þessi uppákoma öll sýnir að félagsþroski og -reynsla er nauðsynleg fólki sem tekur að sér trúnaðarstörf fyrir félagsskap af hvaða tagi sem er. Og að það er til bóta að þekkja sinn vitjunartíma.
Athugasemdir
Rétt hjá þér. Þú hittir naglann beint á hausinn, sem oftar.
Öndin trítilóða (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 00:45
er sammála því að gott er að þekkja sinn vitjunartíma, en mér finnst samt frekar vandræðalegt að kenna mogganum um... margt ljótt má segja um moggann... en maðurinn kom sér sjálfur í þessar aðstæður það er ljóst, þó að morgunblaðið hafi ákveðið að fjalla um það...
Helga Vala Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 09:53
Það er meira en 'frekar vandræðalegt', það var óttalega bjánalegt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig 'meiðyrðamáli' Magnúsar Árna gegn Mogganum lyktar!
Ómar Valdimarsson, 13.9.2009 kl. 18:42
Ég velti fyrir mér, hvort þingmenn Borgarahreyfingarinnar, muni stofna nýjan flokk.
Þ.e. ljóst, þau hafa í dag fylgismenn.
Eftir sætu harðlínumenn þeir, er unnu sigur á Laugardaginn, með áhrifalausann her. Phyrrosarsigur, eða hvað?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 20:30
Ég er sannarlega ánægður með, að ný stjórn Framsóknarflokksins, skuli taka á slíkum málum, af festu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.9.2009 kl. 20:31
Einar,
Ekki veit ég hvað þú ert að fara með Borgarahreyfinguna.
Þetta framboð virkaði spennandi, en maður hafði það á tilfinningunni, að þeir hefðu ekki þroska til að bera að vera á þingi.
Síðan hitt kommentið að það sé nýrri stjórn Framsóknarflokks að þakka að Magnús víki úr bankaráði, er náttúrulega ekkert minna en sprenghlægilegt!
Merkilegt hvað Framsóknarflokkurinn reynir að afmá alla ábyrgð á því sem hér hefur gerst síðustu árin. Stórmerkilegt, en óhugnanlega aumkunarvert.
Jóhannes (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:27
Ómi, maður virðir ekki Framzóknarmenn, maður bara virðir þá fyrir zér, hneykzlazt & undrazt yfir því hvað þeim tekzt að tímgazt & fjölgazt.
Steingrímur Helgason, 13.9.2009 kl. 23:08
Auðvitað, þeir sem eru pólitísk dýr, að sjálfsögðu sjá allt í gegnum þannig gleraugu.
Þannig, verða andstæðingar alltaf óalandi og óferjandi, alveg óháð allri rökrænni hugsun um það hvað telst rétt eða rangt.
En, þegar menn eru pólitísk dýr, þá er það eins og að hafa gengið í sértrúarflokk, sannfæringin er það eina sem skiptir máli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.9.2009 kl. 02:57
Ég er ekki nægilega fróð um það sem gerðist á Landsfundi hjá Borgarhreyfingunni, en mér hefur frá upphafi fundist frumhlaup að stofna stjórnmálahreyfingu við þessar aðstæður sem voru þegar hún varð til.
Ég latti einn af forsprökkunum mjög að fara þessa leið. Taldi hins vegar mun vænlegra að stofna hóp til að þrýsta á þau mál sem þau voru með á oddinum, eins og endurskoðun stjórnarskrá og kosningalög sem eru stór mál til að innleiða aukið lýðræði á Íslandi.
Hagsmunasamtök heimilanna er gott dæmi um hóp sem er að hafa viss áhrif á sínu sér sviði.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.9.2009 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.