Fullur aðgangur að Jóhönnu

Ég er stundum erlendri fréttaveitu innan handar um að afla upplýsinga á Íslandi. Það gengur yfirleitt vel, eða svona eins og gengur yfirleitt í fréttamennsku.

Ég hef ekki átt í neinum vandræðum með að hafa aðgang að Jóhönnu forsætisráðherra. Hún er yfirleitt til viðtals á hverjum þriðjudegi að loknum ríkisstjórnarfundum og er þá fús að svara hverju sem er. Stundum er hægt að ná sambandi við hana í síma (og á því er ég jafnan hissa, jafn önnum kafin og manneskjan hlýtur að vera!).

Það er að vísu rétt að hún færist undan því að eiga viðtöl á ensku, en það hefur ekki truflað mig eða aðra reddara erlendra fréttastofa sem ég hitti hér. Sarkozy Frakklandsforseti talar bara við fréttamenn á frönsku, kínverskir ráðamenn á kínversku og svo framvegis. Ég sé ekkert að því, fólk vill augljóslega frekar tjá sig um flókin mál á eigin tungu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta um að Jóhanna sé fjölmiðlafælin er náttúrlega tilbúningur hjá stjórnarandstöðunni eins og margt annað. Það er líka talað um að okkur vanti leiðtoga. Er fólk virkilaga að óska þess að arftaki Davíðs Oddssonar stigi fram á sjónarsviðið, einhver frekjuhundur eða dós sem öllu vill ráða hvort sem það er gáfulegt eða ekki. Þarna er meðvirkni í sinni svæsnustu mynd. Má ég þá heldur biðja um samráð og lýðræði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég held að það fólk sem vill gömlu flokkana aftur til valda hér sé ekki með öllum mjalla   Það er endalaust verið að reyna að grafa undan stjórninni í staðinn fyrir að allir stæðu nú saman og væru skynsamir.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.9.2009 kl. 03:05

3 identicon

Bíddu við, það eru tveir af "gömlu flokkunum" við völd núna, þó þeir hafi skipt um nafn og nokkrir hafi fært sig á milli þeirra þá eru þetta nú sömu flokkarnir og alltaf.

Gulli (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

'Gulli' - hvað kemur það málinu við? Vertu heima hjá þér ef þú getur ekki tekið þátt í umræðunni af viti!

Ómar Valdimarsson, 18.9.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Úps, nú sé ég loks að 'Gulli' er að svara síðasta ræðumanni, henni Margréti. Bið hann afsökunar! En það er rétt hjá Margréti að skotgrafahernaðurinn, sama hvaða flokkar eiga í hlut, er engum til gagns og enn færri til sóma.

Ómar Valdimarsson, 19.9.2009 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband