Höfuðblað í vanda

Ráðning Davíðs Oddssonar til að ritstýra Morgunblaðinu kom mér á óvart. Ég hélt að hann myndi ekki kæra sig um djobbið og að stjórn blaðsins myndi telja skynsamlegt að velja fagmann sem ekki vekur þær tilfinningasveiflur með þjóðinni sem Davíð gerir.

Það sem Mogginn, höfuðblað Íslands um langt árabil, þarf á að halda núna er að haldið verði áfram að fjalla um áföll síðustu missera á svo ágætan, gagnrýninn og opinskáan hátt sem var í of skammvinnri ritstjóratíð Ólafs Stephensen. Söm er þörfin þjóðarinnar; síst af öllu þurfum við á meiri úlfúð að halda nú um stundir, nóg er nú samt.

En auðvitað er rétt að hinkra og sjá til hvernig Davíð tekst til. Vonandi tekst að leggja eitthvert mat á störf hans án þeirra a) froðufellinga eða b) hallelúja-söngs sem venjulega er upphafinn þegar sá maður á í hlut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar.

Öflin sem fengu Morgunblaðið gefins eru ekki líkleg til þess að hlusta á þig eða mig !

Davíð Oddsson  stjórnar þessum öflum !

Þú þarft ekkert að hinkra, verkefnið er bara eitt !

JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski rétt að gefa honum séns. þó absúrd að blaðið sem fékk milljarða afskrifaða hjá almenningi skuli nú, á ný, vera málgagn Flokksins.

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband