Asnalegra verður það ekki

Á mínum sokkabandsárum birtust af og til um það rokufréttir að þessi eða hin popphljómsveitin væri að verða fræg í útlöndum eftir að hafa hitt á förnum vegi útlending sem hafði lofað gulli og grænum skógum. Veraldarfrægðin lét hinsvegar jafnan á sér standa enda var verið að gabba trúgjarna menn sem aðeins urðu heimsfrægir á Íslandi.

Nú á krepputímum gerist þetta aftur en að þessu sinni eru það einfaldir pólitíkusar sem láta plata sig. Framsóknarforingjar fengu sér bjór með norskum framsóknarmanni sem sagði þeim að lítið mál yrði að skaffa tvö þúsund milljarða lán - það þyrfti bara að nefna það! 

Þetta voru náttúrlega stórkostlegar fréttir - þangað til útvarpinu datt í hug að spyrja norsk stjórnvöld út í málið. Þá kom í ljós að í norska stjórnkerfinu hafði enginn heyrt af þessu kostaboði - hvað þá að nokkur viti borinn maður hefði látið sér detta það í hug!

Í fljótu bragði man ég ekki eftir annarri ekki-frétt sem hefur dáið jafn skyndilega. Asnalegra getur það ekki orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Frétt sú sem birt var í sjónvarpi með viðtali við Höskuld Þórhallsson, var dálítið sérkennileg. Þá á ég við það að hann sagði að Sentral Partiet í Noregi ætlaði að lána Íslendingum fjármuni. Ég er viss um að mér misheyrðist ekki, miðflokkurinn ætlaði að lána peningana. Það var eins gott að ekki var talað við fleiri Frammara, þeir hefðu getað orðið meiri háttar tví- eða fjölsaga!

Þetta er frétt af einhverju sem "almost did not happen", svona eins og stórfrétt af kvikmyndahátíðinni um að heimsfrægur kvikmyndaleikstjóri hefði verið að hugsa um að gera kvikmynd um Fischer og Spasskí! "Eigum við að ræða það eitthvað meira?"

Flosi Kristjánsson, 1.10.2009 kl. 18:02

2 identicon

Sæll nafni

Mér sýnist upphlaup framsóknarformannsins og fimmtán mínútna formannsins vera nokkuð meira en bara "næstum því frétt". Þeir hafa með þessu afhjúpað sig endanlega sem léttvigtarmenn í íslenskri pólitík. Hvílíkir aulabárðar! Landið þarf ekki á slíkum stjórnmálamönnum þegar grafalvarleg staða blasir þjóðinni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Já vetlingurinn .....

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.10.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

'All dad waz sayi'ng, Is give Change a chance..'

Steingrímur Helgason, 2.10.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þeir eru trúlega endanlega búnir að jarða sína formannsdrauma með þessu bulli sínu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.10.2009 kl. 23:27

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Æ, já, grey strákarnir...

Þetta minnir mig á þegar ég hitti einu sinni moldríkann -og blindfullan- kvikmyndaframleiðanda frá Hollywood í Suður-Frakklandi. Sá gaf mér Rollsinn sinn á staðnum. "Take it honey, it´s all yours. Now ! Before I change my mind".

Sat með lyklana í hendinni í ca. tvær mín. áður en ég gerði það upp við mig að það væri varla þess virði að vera tekin á risastórum "stolnum" Rolls Royce á s-frönskum þjóðvegi þegar Mr. Big vaknaði upp í timburmönnum daginn eftir.

Á hinn bóginn er auðvitað ekkert víst að þessi gjafmildi maður hefði séð eftir gjöfinni...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.10.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband