Falleraðir útrásarvíkingar?

'Þjóðarhagur' er fyrirbæri sem kynnir sig með heilsíðuauglýsingum í blöðum dag og óskar eftir stuðningi við að kaupa gamla Baugsveldið, þ.e. Haga. Þetta er að sögn 'hópur fjárfesta' - en meira fær maður ekki að vita. Á vefsíðunni www.thjodarhagur.is er einskis getið um hverjir eru þessir umboðsmenn þjóðarhags. 

Mér sýnist farið út í þetta á hæpnum forsendum. 'Þjóðarhagur' gæti allt eins verið samsafn falleraðra útrásarvíkinga, þar með talinn Jón Ásgeir og hans lið. 

Grundvallaratriði er að maður fái að vita hverjir standa þarna að baki. Þá gæti vel verið að ég myndi einhvers staðar geta slegið fimm þúsund kall til að leggja mitt af mörkum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband