Sérkennlegt fréttamat
2.12.2009 | 19:55
Stundum gerist eitthvað sem ég skil ekkert í þrátt fyrir góðan vilja. Eins og til dæmis nú þegar þrír af fjórum lögspekingum, sem kallaðir voru fyrir þingnefnd, sögðust ekki telja að yfirvofandi IceSave samningar væru ógnun við fullveldi Íslands. Sá fjórði sagðist ekki vera viss, það þyrfti að athuga málið betur.
Ekki kann ég helgan sannleika í þessu máli - en hér er það sem ég skil ekki: Mogginn gerir feiknarmikið mál úr því að sá fjórði sé með þessar efasemdir en lætur eins og hinir hafi aldrei fæðst.
Ef maður framlengir þessa hugsun, þá myndi minnihlutaálit í Hæstarétti jafnan gilda meira en meirihlutaálit og útkoma þeirra sem tapa í kosningum vera miklu merkilegri en sigurvegaranna.
Ekki vil ég trúa því að þetta fréttamat Moggans í þessu máli litist af afstöðu þeirra sem ráða blaðinu og skrifa nú sem harðast gegn IceSave og öllu öðru sem gert er í skítmokstrinum. Eða hvað?
Athugasemdir
Sæll. Sérkennilegt að þér þykir ekki áhugavert sem blaðamaður og sannleikspostuli að tveir lagatæknanna sem voru boðaðir á fund fjárlaganefndar störfuðu sem slíkir fyrir stjórnvöld við að ganga frá lagahlið Icesave samningsins. Telur þú að formaður fjárlaganefndarinnar, kennarinn Guðbjartur Hannesson og "fjölfræðingurinn" Indriði Þorláksson hafi verið að fara á límingunum með að lagatæknarnir myndu lýsa sig fullkomlega óhæfa sem slík? Varstu búinn að kynna þér það? Sá þriðji tók það skýrt fram að hann hefði ekki haft nægan tíma til að setja sig inn í málið að einhverju gagni. Er líklegt að hann vilji standa við einhverja niðurstöðu sem endanlega þegar svo er? Tókstu eftir því? Sá fjórði var sá eini sem treysti sér að skila skriflegri greinagerð. Fór það framhjá þér? Getur verið að þessar staðreyndir henti ekki veikum málstað stjórnarliða og spunakellinga þeirra?
Að lokum þá gaf enginn lagatæknanna endanlega niðurstöðu, þótt að prófessor Sigurður Líndal taldi miklar líkur á að Icesave afgreiðsla stjórnvalda vera brot á stjórnarskrá. Þeir tveir sem unnu að meintu broti gáfu ekki endanlega skriflega niðurstöðu, heldur sögðu að þeir teldu að ekki væri um brot að ræða. Niðurstaðan er að málið verður að fara fyrir dómstóla áður en það verður afgreitt. Ekki á eftir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:31
Svo bættist í hóp lagaspekinga sem segja Icesave-samninginn stangast á í Mogganum í gær.
Ágúst Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 12:06
Það eru einmitt svona kallar eins og 'Guðmundur 2' sem eyðileggja alla umræðu á þessu landi. Þeir draga alla í flokka 'vina' og 'óvina'. Vinirnir eru í réttum flokki og fylgja réttu fólki, hinir eru kommúnistar og fífl eða eitthvað þaðan af verra og eiga ekki tilverurétt. Og nú er þetta lið farið að berja skipulega frá sér af hörku og ætlar ekki að láta sér hrunið að kenningu verða. Annars á maður ekki að vera að munnhöggvast við fólk sem þorir ekki að koma fram undir nafni. Sveiattan!
Ómar Valdimarsson, 3.12.2009 kl. 17:02
Ég skil þetta ekki heldur. En ég skil svo sem ekki neitt nú til dags nema helst það að núna hækkar allt nema Þór Saari.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.12.2009 kl. 17:25
Fréttamat er svo afstætt sem sannast best af því að það var gerð úr því stórfrétt á Austurlandi nú nýverið að EKKI ætti að setja jólaljósaskreytingar á ljósastaura á Djúpavogi. Sá þetta á bloggi að austan, en sel það ekki dyrara en ég keypti það
Sennilega er það sama fréttamatið sem ræður þessari ekkifrétt á mogganum. Álit eða vafi minnihlutans merkilegra en álit meirihlutans
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2009 kl. 00:22
Svarið þitt:
Ómar. Til að byrja með þá ætla ég að leggja til að þú sýnir þann lágmarks manndóm og kurteisi að reyna að finna eitthvað að þessum fáránlegum fullyrðingum þínum stað í innlegginu mínu þar sem ég einfaldlega bendi þér á hversu margt vantaði í til að geta talist fokhelt, nema þá fyrir stjórnarliða. Hafði satt að segja búist við mikið stærri kalli á hinum endanum þegar ég hamraði andsvarið. Til glöggvunar þá spila ég ekki í þessu heimska flokkaspili sem þú ert að reyna að draga mig í ákveðinn dilk og hef aldrei gert (hélt að ég hefði séð einhverstaðar að þér væri svo illa við svona dilkadrátt..??? ). Eitthvað sem virðist vera afar erfitt fyrir stjórnarliða að skilja og þá sérstaklega Baugsfylkingarmenn. Ég kýs ekki flokksruslið né glæpahyskið sem þeir hýsa, og hef ekki gert í 3 áratugi. Ég er einn af þeim Íslendingum sem telst til 70% þjóðarinnar sem fer fram á að fá að taka ákvörðun sjálf í kosningu um hvað skal gera í Icesave. Er fullkomlega búin að fá nóg af stjórnmálaflokkunum og því sem þeim fylgir. Mannvitsbrekkum Baugsfylkingarinnar 1 & 2, sem skipa minnihluta þjóðarinnar, treysti ég ekki til þess að taka ákvörðun fyrir mig og mína. Bið þig vel að lifa í Baugsfylkingardýrðarveröldinni. Og þakka þér kærlega fyrir kurteisina.
Það getur verið sárt fyrir stoltið að verða málefnalega gjaldþrota.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.