Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Rétt hjá Birnu

Birna hefur nú gert það eina rétta í málinu - leitað til Fjármálaeftirlitsins um að fara yfir málið og (væntanlega) komast að niðurstöðu. Á meðan það ferli er í gangi er sennilega rétt að vera ekki með hávaða um það - hvað þá að hella yfir hana svívirðingum eins og sjá má á sumum bloggum. En sem sagt: bestu PR viðbrögðin í stöðunni.

 


Ég er ekki að ljúga þessu!

Einhver undarlegasta saga síðustu vikna er af hlutabréfakaupum Birnu Einarsdóttur bankastjóra í Glitni. Ef ég hef skilið þetta rétt - svo gáttaður sem ég er - þá ákvað Birna að kaupa hlutabréf í Glitni fyrir 190 milljónir króna. Kaupin gengu að vísu aldrei í gegn vegna einhverrar handvammar og því er Birna að vonum ánægð í dag.

En það furðulega er að hún átti aldrei að borga krónu fyrir þessi bréf! Það átti að taka kaupverðið af arðinum sem bréfin áttu að skila! Og nú verð ég að segja eins og Dave Barry: I'm not making this up.

Fróðir menn sem fylgdust með uppa- og verðbréfasukkinu hér á síðustu árum (þegar ég var sjálfur blessunarlega fjarri góðu gamni) segja að þetta hafi ekki verið einsdæmi: svona hafi kaupin gerst á banka- og verðbréfaeyrinni. 

Einkavinavæðing? Ég þekki engan sem fékk svona tilboð frá bönkum eða öðrum 'stórfyrirtækjum' á þessum tíma, og var þó ýmislegt í boði. Það er ekki skrítið, miðað við þetta dæmi, að þetta lið hafi verið glaðbeitt þegar svona var farið að. Birna hefur ábyggilega ekki verið ein um að fá svona díl - en hún er kannski ein af fáum sem var svo lánsöm að pappírsvinnan týndist einhvers staðar í veislugleðinni. 

En hvað? Hver borgaði þá? Það skyldi þó ekki hafa verið að þeir sem þurftu raunverulega að borga hlutabréfin sín, sem áttu að vera trygging til efri áranna eða námskostnaðar barna, hafi átt að borga bréfin fyrir Birnu? Þegar kom að þeim klikkaði ekkert í pappírsferlunum í bankanum, þeir voru rukkaðir skilmerkilega. 

Ert'ekk''djóka!?


Museveni lýgur

Í ágætu sjónvarpsviðtali Boga Ágústssonar við Yoseweri Museveni, forseta Uganda, greip forsetinn til alþekkts ráðs þegar talið barst að öðru en því sem hann vildi tala um: hann laug eins og hann er langur til. Museveni sagði meðal annars að fólk sem hefði verið á vergangi í norðurhluta Uganda vegna stríðsins þar (borgarastríðs, þótt forsetinn vildi ekki fallast á þá skilgreiningu) væri nú farið heim til sín og að þar væri allt með miklum ágætum.

Þetta er alrang. Það vita allir sem hafa fylgst með í þessum heimshluta undanfarin ár. Enn eru þar tugir þúsunda manna sem búa við fullkomna neyð og örvæntingu. Bresk hjálparsamtök, OneWorld UK, hafa sent frá sér nýja skýrslu um þetta. Frá þessari skýrslu er sagt er frá í grein eftir Liz Ford í Guardian í dag.

Og til að halda til haga því sem satt er og rétt, frekar en að taka orð Musevenis forseta sem hinn endanlega sannleika, fara hér á eftir slitrur úr Guardian greininni:

Refugees injured by the war in northern Uganda are struggling to access proper healthcare and find enough food in government camps, according to OneWorld UK. They are also under pressure to return home, despite not having adequate resources to cope, wants the Gulu Disabled Persons Union (GDPU).

The warning comes as ministers begin to step up efforts to empty camps, which house more than half a million internally displaced persons (IDPs) who have fled fighting between the Lord's Resistance Army and government troops over the past 20 years.

Gulu has been devastated by attacks by LRA. A recent ceasefire has led some to leave the camps and head home, but a lasting peace deal has yet to be signed and there are fears that fighting could once again break out.

Simon Ong'om, chairman of the GDPU, said people with disabilities were "benefiting very little" from any government help.

The organisation is now urging ministers and relief organisations to focus more on the needs of people with disabilities in their reconstruction work in Gulu.

According to OneWorld UK, IDP camps are home to thousands of people with disabilities, many injured by LRA fighters or wounded by landmines. Overcrowding in the camps has let to outbreaks of tuberculosis, which has triggered spinal injury and epilepsy.

 


Skökk ákvörðun leiðrétt

At síðustu daga hefur óhjákvæmilega leitt til þess að yfirvöld hafa stundum sagt og gert of mikið - eða of lítið. Eða tekið skakka ákvörðun.

Það var til dæmis áreiðanlega skökk ákvörðun hjá Björgvin Sigurðssyni að gera aðstoðarmann sinn, Jón Þór Sturluson, að formanni 'bráðabirgðastjórnar' nýja Glitnis. Á þetta var bent í sjónvarpi í dag - og því ber að hrósa Björgvin fyrir að hafa strax séð að sér og dregið Jón Þór til baka og sett Þóru M. Hjaltested í hans stað.

Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til að Björgvin hafi verið að tryggja hagsmuni Samfylkingarinnar með upprunalegu ráðstöfuninni - en það er gott til þess að vita að hann skilur að skynjun fólks í þessum efnum skiptir höfuðmáli og hafi því skipt um skoðun. Perception is everything, sagði einhver einhverntíma.


Hinn nýi tsar

Það bjargaðist fyrir horn. Um það bil sem spennan var að verða óþolandi var þing kallað saman, forsætisráðherrann ávarpaði þjóðina og svo hefur þingið samþykkt lögin - lög sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu ekki átt minnsta séns, svo mikið vald er fært Fjármálaeftirlitinu. Jónas Fr. Jónsson er nú hinn nýi 'tsar' og fer með meiri völd en áður hafa verið færð einum manni á þessu landi.

Geir Haarde stóð sig vel í stykkinu þegar loks kom að því - og það var aðdáunarvert að sjá til hans á blaðamannafundi í Alþingishúsinu undir kvöld þegar hann skipti á milli tungumála eins og að drekka vatn. En hann ætti samt ekki að láta PR slys helgarinnar endurtaka sig.


PR klúður

Ríkisvaldið er að falla á prófinu þegar kemur að samskiptum við almenning í yfirstandandi krísu. Forsætisráðherrann talar í gátum og ber ekki saman við viðskiptaráðherrann. Aðrir ráðherrar eru á hlaupum.

Þeir eru sjálfsagt í mjög vondri stöðu, eru að reyna að leysa stórkostleg vandamál og fá sjálfsagt fleiri nei en já hjá öflugum fjármálastofnunum úti í heimi. Og á meðan svo er þykir þeim ábyggilega betra að segja ekkert.

En því miður eiga þeir ekki kost á því. Þeir verða hreinlega að setja saman einhverjar línur sem segja eitthvað eða útskýra á einfaldan hátt um hvað allar þessar viðræður snúast og hvert er verið að stefna. Framkoman sem við höfum séð um helgina, og hefur haldið áfram í morgun, gerir ekki annað en að auka á óvissuna og angist fólksins í landinu. Hún lagar sjálfsagt ekki stöðuna mikið heldur. Þetta er PR klúður af verstu sort.


Besta bankaþjónusta heims

Um allan heim hatast fólk aðallega við þrennt: símafélög, orkufélög og banka. Á vissan hátt sameinar þetta mannkynið. Þetta gildir, sýnist mér, líka um Íslendinga - og til viðbótar hata þeir tryggingafélög og nú á síðustu tímum fjárfestingabanka. Á meðan ég bjó fjarri Íslands ströndum sýndist mér það raunar vera þveröfugt: þá voru fjárfestingabankar, verðbréfasalar og svoleiðis lið í guðatölu á Íslandi. En nú er hún Snorrabúð stekkur...

En hvað sem segja má um bankana, þá verður það ekki af íslenskum bönkum tekið að þeir veita almennt mjög góða þjónustu. Eftir að hafa búið í nokkrum löndum og þurft að eiga viðskipti við banka í enn fleiri löndum, þá er ég sannfærður um að íslensk bankaþjónusta sé sú besta í heimi. Í þann áratug sem við vorum í burtu vorum við með öll okkar viðskipti við banka hér heima og þurftum aldrei á öðru að halda.

Hér er lítið dæmi um þetta: Einhverntíma var ég með ameríska ávísun í höndunum og vildi fá henni skipt. Bankar í asísku fjármálamiðstöðinni Malasíu töldu að vísu hægt að skipta ávísuninni - en það myndi taka þrjár vikur. Þá sendi ég tékkann í pósti til SPRON við Skólavörðustíginn og var búinn að fá peningana til baka innan viku.  Betra gerist það ekki.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband