Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Þetta er ekki heilbrigt
3.2.2010 | 11:21
Stundum er opinber umræða hér svo geggjuð að ég veit ekki hvað skal halda. Þar hafa hæst þeir sem telja tilteknar skoðanir hinar einu réttu, aðrar skoðanir eigi engan rétt og sé haldið fram af óþjóðhollu fólki og fíflum. Joseph McCarthy notaði svipaðar aðferðir á sínum tíma og einnig sovétið.
Margt af því skynsamlegasta sem hefur verið sagt hérlendis frá hruninu hefur komið frá akademíunni. Sem betur fer er til fólk hér sem getur hugsað skýrt og er ekki bundið á hagsmunaklafana sem öllu tröllríða. Framarlega í skýrleikshópnum hafa verið hagfræðingarnir Þórólfur Matthíasson og Friðrik Már Baldursson sem hafa lag á að setja flókin mál fram á þann hátt að jafnvel fólk eins og ég skilur hvað um er rætt.
En nú hafa afturhalds- og afdalaöflin, með sjálft Morgunblaðið í fararbroddi (sem hatast orðið við allt og alla), komist að þeirri niðurstöðu að þessir menn séu óþjóðholl fífl og bjánar því þeir hafa leyft sér að benda á hættuna sem er fólgin í því að gefa umheiminum langt nef.
Þetta er ekki heilbrigt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)