Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2011
Amerískt trúarofstćki kostar mannslíf í Uganda
27.1.2011 | 12:20
Ofstćki hómófóba í Úganda hefur nú kostađ ţarlendan baráttumann lífiđ, sbr. ţessa frétt úr Mogganum í morgun: http://mbl.is/frettir/erlent/2011/01/27/barattumadur_fyrir_rettindum_samkynheigdra_myrtur/.
Ţađ er ekki í fyrsta sinn sem blóđi er úthellt vegna óţols gagnvart skođunum eđa lífsmáta og verđur sjálfsagt ekki ţađ síđasta heldur.
Ţetta kom mér sannast sagna ekki sérlega mikiđ á óvart, ţađ er mikiđ um trúarlegt ofstćki í Afríku og hommar og lesbíur í Úganda (og fleiri Afríkulöndum) hafa ađ undanförnu mátt sćta ótrúlegri framkomu. En ég vissi ekki fyrr en ég datt niđur á ţađ, ađ ţađ eru amerískir trúarofstćkismenn sem standa á bak viđ herferđina gegn samkynhneigđum í Úganda, sbr. ţessa frétt úr New York Times: http://www.nytimes.com/2010/01/04/world/africa/04uganda.html
Ameríkanar af ţessu tagi, og raunar ţarlend stjórnvöld líka, hafa lengi veriđ í stríđi viđ saklaust fólk í Afríku. Ţróunarađstođ bandarískra stjórnvalda á sér jafnan pólitísk markmiđ sem sveiflast upp og niđur eftir stemningunni heima fyrir. Opinberu amerísku fé sem variđ er til baráttunnar gegn eyđni hefur t.d. ekki mátt verja til ađ kaupa smokka eđa annađ ţađ sem gćti raunverulega dugađ til ađ hefta útbreiđslu kynsjúkdóma - en ţess heldur til ađ hvetja fólk til ađ gera ekki hitt.
Hvađ sagđi ekki Tómas Guđmundsson: Ţví međan til er böl sem bćtt ţú gast,og barist var á međan hjá ţú sast,er ólán heimsins einnig ţér ađ kenna.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Vond hugmynd
26.1.2011 | 23:13
Smávegis um stjórnlagaţingiđ:
Ţetta er náttúrlega ótrúlega ólánlegt allt - og ţótt Hćstiréttur tíni til tóman tittlingaskít, ţá ber ađ fara ađ lögum.
Auđvitađ á ađ kjósa aftur. Ţađ er ástćđulaust ađ láta ofstopa- og sérhagsmunafólk koma í veg fyrir ţađ.
Ţótt hugmynd dr. Gunnars Helga Kristinssonar og fleiri um ađ Alţingi skipi kjörna stjórnlagaţingsfulltrúa einfaldlega í nefnd til ađ endurskođa stjórnarskrána sé sjálfsagt einfaldasta lausnin, ţá er hún engu ađ síđur afar vond hugmynd. Ţar međ vćru hinir ţjóđkjörnu stjórnlagaţingsfulltrúar orđnir fulltrúar Alţingis - einmitt ţess ađila sem veriđ er ađ skera niđur úr snörunni.
Ţađ er lykilatriđi ađ stjórnlagaţingiđ geti unniđ sína vinnu án ţess ađ eiga nokkuđ undir Alţingi.
Og svo mćtti forđast heilmikiđ vesen og spara einhverjar krónur á ţví ađ endurtaka ađeins sjálfa kosninguna - ţ.e. kjósa einfaldlega aftur á milli ţeirra rúmlega 500 sem gáfu kost á sér.
Ţá vćri til dćmis hćgt ađ fella út konuna sem datt ţađ fyrst af öllu í hug ađ hún ţyrfti ađ "sćkja rétt sinn". Eins og hann sé ađalmáliđ!
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)