Óvenju góður kostur fyrir Reykvíkinga

Um þessar mundir eru 25 ár síðan ég flutti frá Reykjavík. En mér er alltaf hlýtt til fæðingarborgar minnar og vill hag hennar sem mestan og bestan.

Nú standa Reykvíkingar frammi fyrir óvenju góðum kosti: þeir geta losað sig við alla borgarstjórnarfulltrúana á einu bretti í kosningunum í vor - liðið sem hefur verið sér til skammar og borginni til vandræða nánast allt kjörtímabilið sem nú er að ljúka. Þetta fólk er allt bert að því að hafa sýnt fádæma dómgreindarleysi og vitleysisgang í tengslum við það ólukkans REI-samsærismál.

Það er ekki að sjá að hægt sé að undanskilja nokkurn flokkanna, þótt einstaka borgarfulltrúar sýnist vera ágætasta fólk - og hafi raunar á síðustu stundu komið í veg fyrir að pappírsdólgar gætu sölsað sjálfa Orkuveituna undir sig.

En það breytir ekki því að núverandi borgarfulltrúar eiga ekki skilið að hljóta endurkjör.

Hér í Kópavogi er svo svipað upp á teningnum og ekki er það fallegra. Kannski meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Kæri Ómar. Hver er málarinn Dagmar?

Bergur Thorberg, 23.1.2010 kl. 11:25

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Hún Dagmar er minn miklu betri helmingur, móðir barnanna minna, amma hennar Sölku og hundanna sem halda að ég sé lifrarpylsuverksmiðja.

Ómar Valdimarsson, 23.1.2010 kl. 12:06

3 identicon

Hjartanlega sammála.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband