Munurinn á réttu og röngu

Það er merkilegt hve sumum gengur illa að skilja muninn á réttu og röngu, því sem er viðeigandi og því sem er óviðeigandi.

Auðvitað gengur ekki að Ásbjörn Óttarsson þingmaður taki sæti í nefndinni sem á að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ég hélt að það væri augljóst: þar geta aðeins setið þeir sem eru hafnir yfir allan grun um vafasama dómgreind.

Skítt með lagatæknilegar útskýringar og spuna; skýringar þingmannsins á sjálftöku arðsins úr fyrirtæki á hausnum eru í besta falli bjánalegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Getur Árni Johnsen þá ekki hlaupið í skarðið ?

Hörður Halldórsson, 27.1.2010 kl. 12:54

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég efast um að þau muni finna slíkan einstakling í þingliði Sjálfstæðismanna.

Héðinn Björnsson, 27.1.2010 kl. 13:29

3 identicon

Reyndar er enginn Sjálfstæðis eða framsóknarmaður hæfur til að sitja í nefndinni. Þetta lið tilheyrir flokkum sem skiptu á milli sín eignum þjóðarinnar og ættu að vera bannaðir með lögum. Þó svo einhver nýliðun hafi átt sér stað, þá er það alveg ljóst að innviðirnir eru fúnir, það sást glögglega með skipan í stjórn Glitnis banka. Ég bara get með engu móti skilið það Stokkhólmsheilkenni sem hrjáir 40% þjóðarinnar, hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk styður þessa flokka, er ekki til snefill af gagnrýnni hugsun hjá þessum stóra hóp? Vill fólk frekar standa með flokkum en sjálfu sér?

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:54

4 identicon

Þú segir m.a.: "...þar geta aðeins setið þeir sem eru hafnir yfir allan grun um vafasama dómgreind."  Það þýðir í raun að aðeins geti 3 þingmenn Hreyfingarinnar og þingmenn Framsóknar komi til greina.  Fyrir löngu orðið ljóst að þingmenn Samspillingarinnar eru drasl, og þingmenn Ránfuglsins eru siðblindir menn - fíklar í fé, sem brjóta "lög & reglur" en það er í lagi þeirra augum, þeim urðu á "TÆKNILEG mistök".  Þjóðin kallar eftir "heiðarleika, ábyrgð, siðferði & réttlæti" - allt eiginleikar sem vantar hjá þingmönnum X-D & X-S.  Þjóðarógæfa hversu lélega & spilta þingmenn við eigum.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:14

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sennilega verður að hafa tóma Pappírs Pésa í umræddri nefnd svo menn verði ánægðir.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2010 kl. 18:18

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það kæmi mér ekki á óvart þó snaggaraleg könnun leiddi í ljós að margir eigendur fyrirtækja, einkum lítilla og meðalstórra,  eru að taka út peninga þó reksturinn gefi ekki tilefni til arðgreiðslna.  Þingmaðurinn mun hafa gert þetta í tengslum við rekstrarárið 2006, einmitt þegar fylleríið stóð sem hæst.

Það nístir mann inn að hjarta, að vita af því að sá hinn sami eigi að setja sig í nokkurs konar "dómarasæti" í eigin sök, því slíkt verður eðli nefndarinnar. Þetta eru hræðileg mistök hjá flokknum og menn mega ekki grafa sér gröf með því að verja gerðir útgerðarmannsins. Það er alls ekki rétt að allir hafi verið að stela fé hvar sem þeir komust í það! Það voru bara sumir og þeir sömu sumir verða að halda sig til hlés þegar kemur að uppgjörinu.   

Flosi Kristjánsson, 27.1.2010 kl. 21:47

7 Smámynd: Elle_

Getur þú, Ómar Valdimarsson, gert lítið úr þeim mæta manni, Ásbirni Óttarssyni???  Ert þú ekki maðurinn sem hefur logið í Reuters, frétt sem hefur flogið um allan heim vegna þinnar óendanlegu fáfræði eða óheiðarleika, að við íslenska þjóðin skuldum Icesave þjófnaðinn???  Og þvert gegn öllum rökum hæfustu lögmanna og lögfræðiprófessora?  Og svo heldurðu þig umkominn að loka hér á og rakka niður dómgreind vel gefnna manna.

Elle_, 27.1.2010 kl. 23:47

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mín skoðun er sú að Ásbjörn Óttarson eigi að segja af sér þingmennsku. Hann er í raun talandi dæmi um það hugarfar sem er orðið svo ríkjandi í svona málum hér á landi, að það telst "eðlilegt". Svo tekur Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins upp hanskann fyrir Ásbjörn, maður sem vafinn er í Sjóvá - skandalinn. Heiðarleikinn lekur ekki af þessum piltum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2010 kl. 00:11

9 Smámynd: Eygló

Ekki held ég að umræddur hefði verkað vel á sannleikslesara. Maðurinn talaði mestallan tímann með lokuð augu.  Dreg mig í hlé ef hann talar alltaf svona.  Ekki var það samt traustvekjandi.

Eygló, 28.1.2010 kl. 02:15

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæra Hólmfríður, ég tek heilshugar undir orð þín: "...heiðarleikinn lekur ekki af þessum (pöru)piltum...lol...lol...!"  Í gef mér að Ránfuglinn (X-D) fari bara í að sækja nýja frambjóðendur beint á Litla-Hraun, þar fá þeir samsvörun & skilning tengt sínu siðferði, eða réttara sagt SIÐLEYSI...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 28.1.2010 kl. 09:55

11 identicon

Ef þetta er eini frambærilegi kosturinn, þá fer nú að fækka um fína drætti á hinu ..hm.. háæruverðuga alþingi.   Auðvitað á maðurinn að segja af sér helst í gær.  En þetta kallast á íslensku í dag siðblinda.  þegar ég var ungur þá kallaðist þetta að kunna ekki að skammast sín.  Að sitja uppi með svona lið innan veggja alþingis er með ólíkindum.  Enginn, þá meina ég enginn ber virðingu fyrir alþingismönnum og embættismönnum í dag.  Segir þetta okkur ekki eitthvað um stjórnarfarið í landinu?

j.a (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband