Gott hjá Ásbirni

Ásbjörn Óttarsson þingmaður hefur sýnt mikinn myndarskap og sagt sig úr þingnefndinni sem á að fjalla um rannsóknarskýrsluna miklu. Ástæðan er, segir í yfirlýsingu sem Ásbjörn sendi frá sér í dag, að "að ekkert má verða til að draga athyglina frá þeirri mikilvægu vinnu sem nefndinni er ætlað að inna af hendi."

Yfirlýsingin er svona í heild:

"Undir lok síðasta árs tók ég sæti í níu manna þingmannanefnd sem fjalla á um skýrslu nefndar sem vinnur nú að rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

Tilgangur nefndarinnar er að vinna úr þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, þannig að læra megi af þeim mistökum sem gerð voru í aðdraganda falls bankanna. Það er von mín að þar verði stigið mikilvægt skref til uppbyggingar og endurreisnar trausts í íslensku viðskiptalífi, sem og samfélaginu öllu.

Að undanförnu hafa mál er mér tengjast verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Ég hef gert skilmerkilega grein fyrir því hvernig þeim málum var háttað og gert allt sem í mínu valdi stendur til að leiðrétta þau mistök sem gerð voru. Ég hef nú ákveðið að segja mig frá störfum í nefndinni, til að tryggja að friður ríki um störf hennar. Þau mál sem hún mun hafa til umfjöllunar eru þess eðlis að ekkert má verða til að draga athyglina frá þeirri mikilvægu vinnu sem nefndinni er ætlað að inna af hendi, þar með talin persónuleg mál einstakra nefndarmanna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Er nú ekki fullmikið að upphrópa manninn sem einhverja hetju? Hann gerði einungis það sem eðlilegt er hann geri í þeirri stöðu sem upp er komin hjá honum. Ekkert hetjulegt við það.

Jóhann Kristjánsson, 28.1.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Þú verður að taka betur eftir, Jóhann. Ég sagði að hann hefði sýnt myndarskap. Hetjudáðir eru annað.

Ómar Valdimarsson, 28.1.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Billi bilaði

Sér er nú hver myndarskapurinn að skila því sem ólöglega er tekið, eftir að það kemst upp.

Ég er viss um að Lalli Johns hefur oft verið a.m.k. jafn myndarlegur.

En kannski er ég bara að túlka orðið "myndarskapur" mun sterkar en þú?!?

Billi bilaði, 29.1.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Billi bilaði

ES: Þegar ég rak fyrirtæki, þá kynnti ég mér lög og reglur. Klént af honum að koma með þá afsökun að hann hafi ekki þekkt reglurnar.

Borgar þú sjálfum þér tugi milljóna án þess að vita hvort þú megir það? Ferð svo inn á þing og kemst að fé þjóðarinnar?

Billi bilaði, 29.1.2010 kl. 00:20

5 identicon

Það verður að segjast eins og er, Billi bilaði hefur rétt fyrir sér.

lydur arnason (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 02:37

6 identicon

með réttu ætti hann einnig að segja af sér þingmennsku, og það er eins og Billi bilaði segir engin afsökun fyrir þessari arðgreiðslu hjá manni sem segist hafa rekið fyrirtæki í mörg ár . Er ekki rétt af skattinum að skoða þetta fyrirtæki betur

Jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 08:35

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

At the risk of repeating myself: Hugsanlega var þingmaðurinn að iðka nokkuð sem menn hafa gert árum saman í hlutafélögum sem þeir áttu nánast einir eða þá með fjölskyldunni. Þá vantaði peninga og þeir peningar voru sóttir í sjóði félagsins, án tillits til þess hvort tími var kominn á útgreiðslu arðs. Þetta er ekki eftirbreytnivert, en það er gert samt.

Flosi Kristjánsson, 29.1.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband