Tær snilld!
30.1.2010 | 13:05
Við gerðum okkur dagamun í gærkvöld og sáum Faust í Borgarleikhúsinu. Mikið svakalega er það flott sýning!
Svei mér þá, ef ég hef séð mikið flottari eða skemmtilegri leiksýningu í langan tíma. Þar hékk andskotinn sjálfur utan í sviðsmyndinni, árar flugu um loftin og hvert smáatriði virtist útpælt. Og að langmestu leyti voru þetta ungir leikarar sem ég er ekki nærri nógu kúl til að þekkja.
Ef þið sjáið bara eina sýningu á þessu ári, þá ætti það að vera Faust!
Athugasemdir
Mig langar að sjá þessa sýningu. Lék í henni í denn. Micael erkiengil með meiru. Opnaði sýninguna á ljóðinu. Það var gaman í þá daga.
Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.