Hvaða þras er þetta?

Ég á bágt með að skilja þetta endalausa þras um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hvaða máli skiptir hvort hún kemur vikunni fyrr eða síðar? Er ekki aðalmálið að hún komi og að hún verði almennilega gerð?

Það leynir sér að vísu ekki úr hvaða átt megnið af þrasinu kemur - frá þeim sem sjá sér hag í að gera lítið úr skýrslunni og nefndinni (og svo náttúrlega atvinnuþrösurunum sem ættu endilega að fá sér líf, eins og það er orðað). 

Auðvitað hef ég ekki, frekar en aðrir, hugmynd um hvað verður í þessari skýrslu en ég sé ekki ástæðu til að ætla að það verði allt fallegt. 

Almennt talað er hollara að reyna að koma auga á hið jákvæða í lífinu. Þess vegna hafði ég gaman af Jakobi Frímanni í Silfri Egils í gær, uppfullum af bjartsýni og jákvæðni. Mikið var hann nú skemmtilegri og uppbyggilegri en þeir sem voru á undan honum í settinu með sitt venjulega svartagallsraus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kvíði því þegar þessi blessaða skýrsla kemur út - er hræddur um að nornaveiðarnar nái nýjum hæðum.

Af hverju er ekki gerð bjartsýnisskýrsla ... skýrsla sem inniheldur allt það góða og gegna sem hægt væri að gera til að lyfta þjóðinni upp úr svartnættinu?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:55

2 identicon

Eg segi það sama, það vantar alveg ljósu punktana í umræðuna. Það er fullt af góðum hlutum að gerast. Auðvitað eru erfiðleikarnir margskonar og engin ástæða til að horfa framhjá þeim. En ef gerð væri úttekt á því jákvæða sem er að gerast á hinum ýmsu sviðum. þá kæmi okkur á óvart hversu efnismikil hún yrði.

Birgir Stef (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 22:36

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skýrslan mun ekki trufla mig að því leiti að ég kvíði henni ekki. Mér finnst þetta framtak stjórnvalda að efna til svona rannsóknar, vera frábært og afskaplega gagnlegt. Við VERÐUM svo að LÆRA eitthvað af öllum þeim mistökum sem gerð hafa verið. Aðrar þjóðir gera einnig margt lært af skýrslunni og hruninu hér. Var gert svona í okkar samfélagi eða var það gert á þennan hátt??. Samfélagsrannsóknir á vegum stjórnvalda eftir hrun eru stórt skref og ég er stolt af því skrefi.,

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband