Aulaháttur Vikunnar

Tjáningarfrelsið er viðkvæmt og vandmeðfarið ef vel á að vera. Almennt finnst mér að fólk eigi að geta sagt það sem því sýnist ef það veldur ekki öðrum óþarfa sárindum eða skaða. Það er enda í samræmi við siðareglur Blaðamannafélags Íslands.

Ritstjóri Vikunnar, sem var dæmdur í dag fyrir meiðyrði (sjá t.d. hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/24/vikan_daemd_fyrir_meidyrdi/), ætti endilega að kynna sér siðareglurnar. Ekki síst þriðju greinina sem er svona:

"Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu."

Ritstjóri Vikunnar átti dóminn fyllilega skilinn og ætti auðvitað ekki að halda djobbinu. Þessi umfjöllun er óvenju skýrt dæmi um aulahátt í starfi - og ekki var málsvörnin betri, ef marka má Moggafréttina.

Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki einkamál Vikunnar, það varðar alla stéttina (og raunar allan almenning) þegar óhæft fólk fær að vaða uppi. Eða hvað segir ekki í fyrstu grein siðaregla BÍ:

"Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt sína eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi blaðamanns eða skert hagsmuni stéttarinnar..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Held að þú þyrftir að kynna þér málin sjálfur.

Í þessu tilviki er þessi grein skrifuð af blaðamanni sem starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu.

Þessi ritstjóri skrifaði ekki þessa grein. En miðað við þá dóma sem eru að falla í þessum málum að undanförnu að þá er ekki dæmt blaðamönnum í vil.

En mér þykir þú vera með yfirlýsingar hérna.

Algengt er að blaðamenn lendi í málaferlum og er það tengt starfinu. En yfirleytt halda þeir nú starfinu. Þótt þeir skrifi greinina sjálfir.

Ekki sé ég hvernig þú færð þessa niðurstöðu.

ThoR-E, 24.3.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: ThoR-E

Og ég ráðlegg þér að lesa þessa grein sem þetta mál varð út af og kynna þér málið.

ThoR-E, 24.3.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Promotor Fidei

Þessi dómur, og aðrir svipaðir honum sem fallið hafa síðustu mánuði eru verulegt áhyggjuefni.

Í öllum tilvikum er blaðamaður og/eða ritstjóri dæmdur fyrir ummæli viðmæalands um þriðju manneskju.

Eitt er að bera vísvisandi út rógburð og ósannindi, en annað að leyfa fólki sem telur á sér brotið að tjá sig. Ég hef ekki getað fundið dóminn, hvorki í dómasafni héraðsdóms né hæstaréttar, og get því ekki tjáð mig umfram það sem kemur fram í fréttum, og það virðist sárasaklaust: amman á að hafa lýkt aðstæðum vði söguna um Öskubusku, og ýjað að því að faðirinn væri ofbeldismaður.

Ef ég skrifa grein og hef þar eftir Jóni "Gunnar er asni", þá er ég ekki að kalla Gunnar asna, heldur einungis hafa eftir ummæli Jóns.

Venjulegur blaðamaður er í engri aðstöðu til að sannreyna allar fullyrðingar viðmælenda sinna, umfram þann trúverðugleika sem hann telur sig geta greint hjá viðmælandanum. Blaðamannsstarfið er í dag fjarskailla launað miðað við ábyrgð og álag, og víðast hvar í fjölmiðlaheiminum íslenska ekkert svigrúm í rekstrinum til annars en að afkasta og meiri afkasta.

Það er algjört lágmark að viðmælandi beri ábyrgð á eigin orðum. Blaðamaður eða ritstjóri mættu síðan í versta falli sæta ábyrgð ef sannað þykir að illur ásetningur hafi ráðið för hjá þeim, að þeir hafi breytt orðum viðmæalanda, eða að þeir hefðu með góðu móti mátt staðfesta þau ummæli sem deilt er um eða gefið þeim sem að er vegið tækifæri til að svara fyrir sig ef tilefnið leyfir.

Það er alveg augljóst að þessir síðustu dómar munu framkalla þöggun í íslenskri fjölmiðlun. Blaðamenn munu einfaldlega fara á svig við mikilvæg mál sem erfið eru viðfangs, vegna þess að það borgar sig ekki að eiga von á milljónasekt fyrir að hafa minniháttar aðdróttanir eftir A um B.

Promotor Fidei, 25.3.2010 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband