Skolli var sá gamli góður
2.4.2010 | 15:09
Datt inn í síðari hluta tónleika Gunnars Þórðarsonar í sjónvarpinu í gærkvöld. Mikið skolli var sá gamli góður - og hafi hann ævarandi þökk fyrir að hafa kynnt mig fyrir kvartettinum Buffi sem fór á kostum. Ég sé að ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af því að dægurtónlist líðandi stundar sé undirlögð af fólki sem ekki getur sungið lög sem vantar alla melódíu.
En það sem mér fannst mest áberandi var hversu vel nýrri lög Gunnars eru samin. Bláu augun þín er auðvitað alltaf fallegt og hugljúft (satt að segja skrítin tilfinning í gærkvöld að rifja það upp að þetta lag var samið af tilteknum manni - það er miklu frekar eins og það hafi orðið til uppúr íslenskum fjallavötnum og heiðum og hafi alltaf verið til) - en nýrri tónsmíðarnar eru almennt betri og haldmeiri, í þeim er meiri reynsla, meiri kunnátta, meiri kærleikur.
Gunnar hefur engu gleymt - en mikið lært.
Bjáni var ég að fara ekki á þennan konsert í haust.
Athugasemdir
Gunnar er mikill listamaður og hefur verið alla sína tíð
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.4.2010 kl. 15:25
Elsku faðir,
Hverning væri að bæta við www.icesavefordummies.co.uk í tenglana þína? :)
Agnes (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 10:20
Hjartanlega sammála þessu, hann er listasmiður í músík. Og eflist bara með árunum. Frábært framtak hjá honum, þessir tónleikar, maður kynnist lögunum alveg upp á nýtt. Gunnar hefur sannarlega gefið þjóðinni meira en margur!
Pétur Ástvaldsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.